Erlent

Nauðgari látinn laus á Indlandi

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Fjöldi fólks mótmælti því að maðurinn var látinn laus.
Fjöldi fólks mótmælti því að maðurinn var látinn laus. Nordicphotos/AFP
Einn gerenda í hópnauðgun sem átti sér stað árið 2012 í Nýju Delí var látinn laus úr fangelsi í gær.

Maðurinn var undir lögaldri þegar hann tók ásamt nokkrum öðrum karlmönnum þátt í hópnauðgun á 23 ára konu í strætisvagni í borginni í desember árið 2012. Konan lést nokkrum dögum síðar á sjúkrahúsi í Singapúr.

Hann var dæmdur sem barn árið 2013 og hefur afplánað vist sína og er í dag yfir lögaldri.

Reynt var að hnekkja lausn hans fyrir dómstólum en sú tilraun tókst ekki.

Fjöldi fólks hefur reiðst yfir lausn mannsins og fjöldi mótmælti í Nýju Delí í gær. Maðurinn er undir eftirliti þar sem talið er að öryggi hans sé ógnað.

Fimm aðrir voru dæmdir til dauða vegna glæpsins. Einn þeirra lést í fangelsi og fjórir hafa áfrýjað dauðarefsingunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×