Erlent

Barn sem slasaðist alvarlega í snjóflóðinu á Svalbarða lést í dag

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
vísir/epa
Annað þeirra barna sem slösuðust alvarlega í snjóflóði sem féll í höfuðstað Svalbarða, Longyearbyen, í gær, lést á sjúkrahúsi í Tromsö í dag. Ekki er talið að hitt barnið sé í lífshættu en áður hafði verið greint frá því að 42 ára gamall karlmaður hafi látist í flóðinu.

Leif Magne Helgesen, sóknarpresturinn í Svalbarðakirkju, segir í samtali við Svalbarðapóstinn að snjóflóðið sé mikill harmleikur. Hann segir sorg einkenna andrúmsloftið í Longyearbyen nú og að fólk hafi streymt í kirkjuna bæði í gær og í dag til að fá styrk í sorginni.

„Það er erfitt að finna orð til að lýsa ástandinu hér,“ segir Helgesen. „Allt í einu fór jólaundirbúningurinn úr skorðum. Við höfum átt yndislega aðventu hér en nú umlykur sorgin allt. Við getum því ekki gert annað en að kveikja á kerti og styðja hvert annað.“


Tengdar fréttir

Tíu hús skemmdust í snjóflóði á Svalbarða

Tíu hús skemmdust þegar snjóflóð féll á Longyearbyen á Svalbarða í nótt. Ekki liggur fyrir hvort einhver hafi látið lífið í flóðinu en björgunarsveitir eru nú að störfum á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×