Erlent

Kynsvall lögreglu og hermanna rannsakað

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Hermenn á strætum Brussel.
Hermenn á strætum Brussel. Nordicphotos/AFP
Lögregluyfirvöld í Brussel, höfuðborg Belgíu, rannsaka nú kynsvall tveggja lögreglukvenna og átta hermanna.

Kynsvallið á að hafa átt sér stað á lögreglustöð í Ganshoren-hverfinu í Brussel á meðan hermenn og lögreglumenn æddu um borgina að leita manna sem tengdust hryðjuverkaárásinni í París.

Í þær tvær vikur sem leitin stóð yfir gistu hermenn á lögreglustöðvum borgarinnar. Talsmaður lögreglunnar, Johan Berckmans, segir hermenn hafa skipulagt lítinn fagnað til að þakka lögreglu fyrir samstarfið. Hins vegar lítur út fyrir að fagnaðurinn hafi farið nokkuð úr böndunum.

Berckmans segir að rannsókn lögreglu á atvikinu hafi farið af stað þegar franska fréttastofan sagði frá málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×