Höfuðbiskupar lúthersku þjóðkirknanna á Norðurlöndum áttu tveggja daga fund í Reykjavík í byrjun vikunnar. Síðast hittust þeir hér á landi vorið 2009.
Fundinn sátu Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, Antje Jackelén, erkibiskup sænsku kirkjunnar, Helga Haugland Byfuglien, höfuðbiskup norsku kirkjunnar, Kari Mäkinen, erkibiskup finnsku kirkjunnar, og Peter Skov-Jakobsen, biskup í Kaupmannahöfn.
Eftir bænastund í Dómkirkjunni í upphafi fundar á mánudag fengu biskuparnir skoðunarferð um Alþingishúsið við Austurvöll.

