Erlent

Skotárás í dómshúsi í Mílanó

Samúel Karl Ólason skrifar
Viðbúnaður lögreglu við dómshúsið í Mílan var mikill.
Viðbúnaður lögreglu við dómshúsið í Mílan var mikill. Vísir/AFP
Minnst tveir einstaklingar voru skotnir til bana í dómshúsi í Mílanó á Ítalíu í morgun. Maður sem þarlendir fjölmiðlar segja að heiti Claudio Giardiello hefur verið handtekinn fyrir árásina. Annar þeirra sem lét lífið er dómari, en Giardiello átti að mæta fyrir dómara vegna gjaldþrotamáls.

AP fréttaveitan segir að hann hafi verið handtekinn þegar hann reyndi að flýja af vettvangi á mótorhjóli. Upprunalega var þó talið að hann væri enn í húsinu og hafði fólki verið skipað að halda kyrru fyrir og læsa skrifstofum sínum.

Giardiello er sagður hafa skotið þremur til fjórum skotum en ekki liggur fyrir hvernig hann kom vopni inn í dómshúsið. Málmleitartæki eru við alla innganga samkvæmt BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×