Erlent

Einn látinn eftir snjóflóð á Svalbarða

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Karlmaður á fertugsaldri lést í snjóflóðinu sem féll á Svalbarða í nótt. Tvö börn eru alvarlega slösuð.
Karlmaður á fertugsaldri lést í snjóflóðinu sem féll á Svalbarða í nótt. Tvö börn eru alvarlega slösuð. Vísir/EPA
Karlmaður á fertugsaldri lést í snjóflóðinu sem féll á bæinn Longyearbyen á Svalbarða í nótt. Tvö börn og einn fullorðinn eru alvarlega slösuð.

Alls voru níu fluttir á sjúkrahús, fimm fullorðnir og fjögur börn, auk þess sem sex aðrir hlutu aðhlynningu vegna smávægilegra meiðsla.

Tíu hús skemmdust í snjóflóðinu en um hundrað manns tóku þátt í björgunaraðgerðum. Búið er að rýma 37 hús í bænum vegna frekari snjóflóðahættu.

Longyearbyen er stærsti bærinn á Svalbarða en þar búa tvö þúsund íbúar.


Tengdar fréttir

Tíu hús skemmdust í snjóflóði á Svalbarða

Tíu hús skemmdust þegar snjóflóð féll á Longyearbyen á Svalbarða í nótt. Ekki liggur fyrir hvort einhver hafi látið lífið í flóðinu en björgunarsveitir eru nú að störfum á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×