Dagur Kári: „Kynjakvóti er niðurlægjandi fyrir konur“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. ágúst 2015 17:20 Dagur Kári hefur leikstýrt kvikmyndum á borð við Nóa Albinóa og The Good Heart. Vísir/Vilhelm „Ég tilkynni hér með að ég er á móti kynjakvóta í styrkveitingu,“ skrifar Dagur Kári Pétursson, kvikmyndagerðamaður, á Facebook. „Kynjakvóti er gjaldþrotsyfirlýsing í jafnréttisbaráttunni, viðurkenning á því að konur þurfi hækju til að komast af. Fyrir mér er það algerlega augljóst að konur eru að öllu leyti jafn hæfar til að leikstýra kvikmyndum og karlar. Og örugglega betri.“ Innlegg Dags Kára kemur inn í umræðu um kynjakvóta þegar kemur að styrkveitingum úr Kvikmyndasjóði Íslands en Baltasar Kormákur Samper, leikstjóri, blés nýju lífi í þessa umræða með ummælum sínum í Föstudagsviðtalinu. Sagðist hann þar vera fylgjandi kynjakvóta við úthlutun úr Kvikmyndasjóði og lagði eitt og annað til í þeim efnum. Framlög til kvikmyndasjóðs verði aukin, potturinn stækkaður og allt sem er umfram það sem þegar er fari til kvenna í kvikmyndagerð. „Ef fyrirtækin vita að það er hægt að sækja í þennan sérstaka kvennasjóð verður farið í það að finna þetta efni eftir konur, þróa það og vinna. Það er ekkert sem segir að konur séu síðri leikstjórar en karlmenn. Það eru engin rök sem halda í því. Það er hins vegar margt í kerfinu sem hefur haldið þeim frá þessum leikstjórastól,“ sagði Baltasar og nefndi sem dæmi að kvikmyndabransinn væri áhættusamur í eðli sínu. „Til þess að búa til bíómynd á Íslandi þarftu eiginlega að vera spilafíkill líka. Þú þarft að leggja allt undir. Karlmenn eru oft hégómagjarnari en konur og eru þess vegna tilbúnir að taka meiri áhættu.“„Áfram konur!“ Í kjölfarið tók Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, undir orð hans þrátt fyrir að hann segðist almennt vera á móti kynjakvótum. „Við erum að missa af hæfileikaríkum konum. Ef við látum þetta standa óáreitt þá breytist ekkert. Þetta er óæskileg staða, eins og hún er í dag,“ sagði Illugi. Vegna þessa sakaði Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og flokksbróðir Illuga, hann um lýðskrum. Dagur Kári segir það fáránlegt að konur hafi verið í skugganum þegar kemur að kvikmyndagerð undanfarin ár en að hann telji að umræðan sé nóg og að það sé „mjög mikill fjöldi af ótrúlega hæfileikaríkum kvenkyns leikstjórum að baka uppá.“ Leikstjórinn segir að eftir sinni bestu vitund hafi tilraun Svía til þess að koma á kynjakvóta í styrkveitingum verið misheppnuð. „Álíka mislukkað og þegar Harpa ákvað að merkja ákveðin bílastæði konum. Kynjakvóti er niðurlægjandi fyrir konur. Áfram konur! Þið eruð bestar og fullkomlega færar um að sýna það í verki.“ Færslu Dags Kára má sjá hér að neðan.Ég tilkynni hérmeð að ég er á móti kynjakvóta í styrkveitingu. Kynjakvóti er gjaldþrotsyfirlýsing í jafnréttisbará...Posted by Dagur Kári Pétursson on Wednesday, August 5, 2015 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
„Ég tilkynni hér með að ég er á móti kynjakvóta í styrkveitingu,“ skrifar Dagur Kári Pétursson, kvikmyndagerðamaður, á Facebook. „Kynjakvóti er gjaldþrotsyfirlýsing í jafnréttisbaráttunni, viðurkenning á því að konur þurfi hækju til að komast af. Fyrir mér er það algerlega augljóst að konur eru að öllu leyti jafn hæfar til að leikstýra kvikmyndum og karlar. Og örugglega betri.“ Innlegg Dags Kára kemur inn í umræðu um kynjakvóta þegar kemur að styrkveitingum úr Kvikmyndasjóði Íslands en Baltasar Kormákur Samper, leikstjóri, blés nýju lífi í þessa umræða með ummælum sínum í Föstudagsviðtalinu. Sagðist hann þar vera fylgjandi kynjakvóta við úthlutun úr Kvikmyndasjóði og lagði eitt og annað til í þeim efnum. Framlög til kvikmyndasjóðs verði aukin, potturinn stækkaður og allt sem er umfram það sem þegar er fari til kvenna í kvikmyndagerð. „Ef fyrirtækin vita að það er hægt að sækja í þennan sérstaka kvennasjóð verður farið í það að finna þetta efni eftir konur, þróa það og vinna. Það er ekkert sem segir að konur séu síðri leikstjórar en karlmenn. Það eru engin rök sem halda í því. Það er hins vegar margt í kerfinu sem hefur haldið þeim frá þessum leikstjórastól,“ sagði Baltasar og nefndi sem dæmi að kvikmyndabransinn væri áhættusamur í eðli sínu. „Til þess að búa til bíómynd á Íslandi þarftu eiginlega að vera spilafíkill líka. Þú þarft að leggja allt undir. Karlmenn eru oft hégómagjarnari en konur og eru þess vegna tilbúnir að taka meiri áhættu.“„Áfram konur!“ Í kjölfarið tók Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, undir orð hans þrátt fyrir að hann segðist almennt vera á móti kynjakvótum. „Við erum að missa af hæfileikaríkum konum. Ef við látum þetta standa óáreitt þá breytist ekkert. Þetta er óæskileg staða, eins og hún er í dag,“ sagði Illugi. Vegna þessa sakaði Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og flokksbróðir Illuga, hann um lýðskrum. Dagur Kári segir það fáránlegt að konur hafi verið í skugganum þegar kemur að kvikmyndagerð undanfarin ár en að hann telji að umræðan sé nóg og að það sé „mjög mikill fjöldi af ótrúlega hæfileikaríkum kvenkyns leikstjórum að baka uppá.“ Leikstjórinn segir að eftir sinni bestu vitund hafi tilraun Svía til þess að koma á kynjakvóta í styrkveitingum verið misheppnuð. „Álíka mislukkað og þegar Harpa ákvað að merkja ákveðin bílastæði konum. Kynjakvóti er niðurlægjandi fyrir konur. Áfram konur! Þið eruð bestar og fullkomlega færar um að sýna það í verki.“ Færslu Dags Kára má sjá hér að neðan.Ég tilkynni hérmeð að ég er á móti kynjakvóta í styrkveitingu. Kynjakvóti er gjaldþrotsyfirlýsing í jafnréttisbará...Posted by Dagur Kári Pétursson on Wednesday, August 5, 2015
Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira