Guðmundur Steingrímsson kallar eftir aðgerðaráætlun í menntamálum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 22. júní 2015 16:41 Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartar framtíðar, kallar eftir aðgerðaráætlun í menntamálum. Vísir/Valli „Það er stundum sagt á hátíðisdögum að menntun borgi sig,“ sagði Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Þingmaðurinn spurði Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra hvort hann hefði áhyggjur af þeim tölum sem birtust í könnun frá Hagstofu Íslands. Rétt eins og Vísir hefur fjallað um í dag þá skilar menntun sér síst í hærri launum hér á landi ef miðað er við önnur Evrópulönd. Guðmundur kallar eftir víðtækri aðgerðaráætlun í menntamálum. Guðmundur sagðist telja það heillavænlegt og skynsamlegt að búa í þjóðfélagi þar sem umbunað er fyrir menntun á einhvern hátt. „Við fáum aukna verðmætasköpun og heilbrigðara og betra samfélag.“ Hann benti á að Bandalag háskólamanna hafi bent á þetta misræmi um langt skeið en félagið hefur staðið í verkfallsaðgerðum í á fjórða mánuð. Sett voru lög á verkfallsaðgerðir BHM fyrir um tveimur vikum. „Hvatinn til menntunar er ekki nægilega ríkur á Íslandi,“ sagði Guðmundur. Hann sagði það nú svo að áhöld væru jafnvel um hvort menntun borgi sig yfirhöfuð.Illugi er ekki ánægður með niðurstöður könnunar Hagstofunnar.Vísir/DaníelStingur mjög í augun Illugi tók undir áhyggjur Guðmundar en benti jafnframt á að nauðsynlegt væri að átta sig á hvers vegna staðan er eins og hún er. „Ég held því að það þurfi að velta fyrir sér þáttum eins og samsetningu háskólamenntunar hjá okkur. Hvert liggur straumurinn? Í hverju er fólk að mennta sig og gagnast það samfélaginu okkar í dag?“ Hann spurði þingheim hvort samfélagið hér á landi væri að nýta menntun nægilega vel og hvort hún hentaði þróun atvinnulífsins. „Þetta stingur mjög í augun og er umhugsunar- og áhyggjuefni fyrir okkur.“ Guðmundur kallaði í andsvari sínu eftir víðtækri aðgerðaráætlun til að auka gildi menntunar. „Ég held að við séum í alþjóðasamkeppni um menntað starfsfólk,“ sagði Guðmundur. „Við erum að horfa upp á þetta núna. Menntað vinnuafl er að leita annað. Við kostum menntunina og þetta fólk flytur svo út og greiðir skatta þar.“ Illugi telur málið að einhverju leyti menningarlegt. „Við erum þjóðin sem bjó til máltækið: „Bókvitið verður ekki í askana látið“,“ sagði hann en að hann teldi að þetta viðhorf væri að breytast. Alþingi Tengdar fréttir Menntun hefur minnst áhrif á Íslandi Munur ráðstöfunartekna eftir menntun var minnstur á Íslandi samanborið við önnur Evrópuríki árið 2013. 22. júní 2015 14:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Sjá meira
„Það er stundum sagt á hátíðisdögum að menntun borgi sig,“ sagði Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Þingmaðurinn spurði Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra hvort hann hefði áhyggjur af þeim tölum sem birtust í könnun frá Hagstofu Íslands. Rétt eins og Vísir hefur fjallað um í dag þá skilar menntun sér síst í hærri launum hér á landi ef miðað er við önnur Evrópulönd. Guðmundur kallar eftir víðtækri aðgerðaráætlun í menntamálum. Guðmundur sagðist telja það heillavænlegt og skynsamlegt að búa í þjóðfélagi þar sem umbunað er fyrir menntun á einhvern hátt. „Við fáum aukna verðmætasköpun og heilbrigðara og betra samfélag.“ Hann benti á að Bandalag háskólamanna hafi bent á þetta misræmi um langt skeið en félagið hefur staðið í verkfallsaðgerðum í á fjórða mánuð. Sett voru lög á verkfallsaðgerðir BHM fyrir um tveimur vikum. „Hvatinn til menntunar er ekki nægilega ríkur á Íslandi,“ sagði Guðmundur. Hann sagði það nú svo að áhöld væru jafnvel um hvort menntun borgi sig yfirhöfuð.Illugi er ekki ánægður með niðurstöður könnunar Hagstofunnar.Vísir/DaníelStingur mjög í augun Illugi tók undir áhyggjur Guðmundar en benti jafnframt á að nauðsynlegt væri að átta sig á hvers vegna staðan er eins og hún er. „Ég held því að það þurfi að velta fyrir sér þáttum eins og samsetningu háskólamenntunar hjá okkur. Hvert liggur straumurinn? Í hverju er fólk að mennta sig og gagnast það samfélaginu okkar í dag?“ Hann spurði þingheim hvort samfélagið hér á landi væri að nýta menntun nægilega vel og hvort hún hentaði þróun atvinnulífsins. „Þetta stingur mjög í augun og er umhugsunar- og áhyggjuefni fyrir okkur.“ Guðmundur kallaði í andsvari sínu eftir víðtækri aðgerðaráætlun til að auka gildi menntunar. „Ég held að við séum í alþjóðasamkeppni um menntað starfsfólk,“ sagði Guðmundur. „Við erum að horfa upp á þetta núna. Menntað vinnuafl er að leita annað. Við kostum menntunina og þetta fólk flytur svo út og greiðir skatta þar.“ Illugi telur málið að einhverju leyti menningarlegt. „Við erum þjóðin sem bjó til máltækið: „Bókvitið verður ekki í askana látið“,“ sagði hann en að hann teldi að þetta viðhorf væri að breytast.
Alþingi Tengdar fréttir Menntun hefur minnst áhrif á Íslandi Munur ráðstöfunartekna eftir menntun var minnstur á Íslandi samanborið við önnur Evrópuríki árið 2013. 22. júní 2015 14:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Sjá meira
Menntun hefur minnst áhrif á Íslandi Munur ráðstöfunartekna eftir menntun var minnstur á Íslandi samanborið við önnur Evrópuríki árið 2013. 22. júní 2015 14:00