Erlent

Kínverjar ætla að fækka í hernum um 13 prósent

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Xi Jingpin tilkynnti um áformin á gríðarstórri hersýningu sem haldin er í tilefni þess að 70 ár eru frá lokum síðari heimstyrjaldarinnar.
Xi Jingpin tilkynnti um áformin á gríðarstórri hersýningu sem haldin er í tilefni þess að 70 ár eru frá lokum síðari heimstyrjaldarinnar.
Kínverski forsetinn Xi Jinping boðaði óvænt að her landsins yrði minnkaður um 300 þúsund hermenn þegar hann ávarpaði þjóðina á gríðarstórri hersýningu sem nú fer fram í Peking. Hersýningin er haldin í tilefni þess að 70 ár eru frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar.

Xi sagði að Kína ætlaði að feta friðsama braut. Hann gaf ekkert uppi um í hvaða deildum hersins mönnum yrði fækkað en áformin gera ráð fyrir að 13 prósent hermanna verði leystir undan skyldum sínum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×