Erlent

Varað við mögulegri hryðjuverkaógn í Beijing

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Tugir vopnaðra lögreglumanna eru á ferð í hverfi í Beijing sem er vinsælt meðal ferðamanna.
Tugir vopnaðra lögreglumanna eru á ferð í hverfi í Beijing sem er vinsælt meðal ferðamanna. vísir/epa
Nokkur erlend sendiráð í Kína, þar á meðal það breska, það bandaríska og það franska, hafa varað ferðamenn í landinu við mögulegri hryðjuverkaógn í höfuðborginni Beijing á morgun, jóladag. Hvetja sendiráðin ríkisborgara sína til að vera á varðbergi.

Samkvæmt frétt Guardian hafa sendiráðin fengið upplýsingar um mögulega hættu á hryðjuverkum í hverfi í Beijing sem er afar vinsælt á meðal ferðamanna. Kínversk yfirvöld hafa því hert löggæslu og eftirlit í hverfinu.

Til að mynda hafa tugir vopnaðra lögreglumanna verið á ferð í hverfinu þar sem eru en þar eru meðal annars nokkur sendiráð, þekktar verslunarkeðjur og fjöldi veitingastaða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×