Innlent

Hjólastólaleið að Hjálparfossi

Unnið er að því að halda fólki á stígnum.
Unnið er að því að halda fólki á stígnum. fréttablaðið/vilhelm
Fyrsti hópur sjálfboðaliða hjá samtökunum Þórsmörk Trail Volunteers unnu að endurbótum við Hjálparfoss í Þjórsárdal.

„Þessar endurbætur eru framhald af þeirri vinnu sem við byrjuðum á síðastliðið haust. Nú er verið að búa til hringleið að fossinum sem er fær hjólastólum og gönguleið austanmegin við fossinn með tröppum,“ segir Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi.

Mikið álag er á staðnum vegna fjölgunar ferðamanna og hefur gróður við fossinn látið mjög á sjá. „Við erum að vinna í því að halda fólki á stígnum. Einnig erum við að græða upp landið og loka köntum á gamla stígnum,“ segir Hreinn. Fjórir sjálfboðaliðar unnu að endurbótunum við Hjálparfoss en Hreinn segir að um 60 taki þátt í starfinu í sumar. „Við verðum með hópa á mörgum stöðum í Haukadal og Þjórsárdal að vinna að ýmsum verkefnum,“ segir Hreinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×