Erlent

Þróar leiðir til að lama netið

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Höfuðstöðvar NSA.
Höfuðstöðvar NSA. Nordicphotos/AFP
Samkvæmt áður óbirtum leyniskjölum úr fórum uppljóstrarans Edwards Snowden býr Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna, NSA, sig undir hernað framtíðarinnar með því að þróa leiðir til að ráðast á tölvukerfi á netinu.

Þýska tímaritið Spiegel hefur birt þessi skjöl. Þar kemur fram að árásir á netkerfi muni verða mikilvægar í átökum framtíðarinnar. Með því að lama tölvukerfi í gegnum netið megi lama mikilvæga innviði á borð við orku- og vatnsveitur, verksmiðjur, flugvelli og fjármálastofnanir.

Sérstök tæknideild hjá NSA, sem hefur skammstöfunina ANT, er sögð hafa þróað ný tölvuvopn sem nota megi til árása af ýmsu tagi.

Meðal skjalanna er eins konar vörulisti, þar sem búnaður til njósna og árása er tilgreindur ásamt verði. Þar á meðal eru USB-lyklar með hlerunarbúnaði, og kosta fimmtíu stykki í pakka meira en milljón Bandaríkjadala, eða um 133 milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×