Erlent

Barist um yfirráð í Búrúndí

Samúel Karl Ólason skrifar
Pierre Nkurunziza, forseti Búrúndí.
Pierre Nkurunziza, forseti Búrúndí. Vísir/EPA
Allt frá því að forseti Búrúndí, Pierre Nkurunziza, tilkynnti að hann ætlaði að bjóða sig fram til forseta þriðja kjörtímabilið í röð, gegn stjórnarskrá landsins, hafa mikil mótmæli staðið yfir þar. Í gær var forsetinn í Tansaníu á ráðstefnu, þegar hershöfðinginn Godefroid Niyombare tilkynnti að honum hefði verið steypt af stóli.

Bardagar geysa nú í höfuðborginni Bujumbura. Hermenn hliðhollir forsetanum verja ríkisútvarp Búrúndí sem fyrr í dag spilaði upptöku frá forsetanum þar sem hann fordæmdi aðgerðirnar gegn sér. Hann þakkaði þeim hermönnum sem berjast fyrir sig og sagðist muna fyrirgefa þeim gæfust upp fyrir hermönnum hliðhollum honum.

Samkvæmt BBC eru yfirráð yfir útvarpsstöðinni mikilvæg þar sem um einu útvarpsstöð landsins er að ræða. Báðar fylkingar segjast stjórna lykilsvæðum höfuðborgarinnar.

Ekki er vitað hvar forsetinn er niðurkominn, en um leið og valdaránið var tilkynnt flaug hann frá Tansaníu. Í gær var sagt að hann hefðu þurft að snúa aftur til Tansaníu, en talsmaður yfirvalda þar, segir það ekki rétt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×