Askja Bárðarbungu byrjuð að rísa á ný? Kristján Már Unnarsson skrifar 9. mars 2015 23:17 Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur. Myndin var tekin við Fimmvörðuháls í mars 2010. vísir/anton brink Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur, sem reyndist ótrúlega sannspár um goslok í Holuhrauni, vekur athygli á því á bloggsíðu sinni að merki kunni nú að vera farin að sjást um að askja Bárðarbungu sé byrjuð að rísa aftur. Það var í október í haust sem Haraldur benti á að sigið í Bárðarbungu fylgdi línulegri kúrfu sem nota mætti til að spá fyrir um goslok. Í nóvember sagði hann að samkvæmt kúrfunni yrðu goslok „í lok febrúar eða byrjun mars“, og gat vart verið sannspárri því reyndin varð sú að goslokum var lýst yfir þann 28. febrúar. Haraldur segir að þegar sigið hætti hafi kúrfan á stöðu GPS-tækisins í Bárðarbungu verið orðin lárétt. Nú sjáist greinilega að undanfarna daga virðist GPS-tækið aftur byrjað að rísa. „Þetta getur orsakast af tvennu: (A) Ísinn undir tækinu er að renna niður í sigskálina og tækið hækkar af þeim sökum. (B) Askjan er byrjuð að rísa aftur vegna þess að kvika frá möttli streymir inn í kvikuhólfið undir Bárðarbungu. Ég hallast fremur að seinni skýringunni, en tíminn mun segja til um það. Ef (B) reynist rétt, þá er sennilegt að rennsli af kviku úr dýpinu inn í kvikuhólfið taki mörg ár, áður en það nær þeirri stöðu, sem Bárðarbunga hafði fyrir gosið sem hófst árið 2014,“ segir Haraldur á eldfjallabloggi sínu. Í Kröflueldum á árunum 1975 til 1984 var þetta þekkt fyrirbæri; landið seig meðan á eldgosi stóð en tók svo að rísa á ný eftir að eldgosi lauk. Þegar landris hafði svo náð fyrri stöðu var stutt í að eldgos eða kvikuhlaup brytist út á ný. Fjallað verður um Kröfluelda í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 19.20. Bárðarbunga Eldgos og jarðhræringar Um land allt Tengdar fréttir Spá Haraldar rættist um goslok "í lok febrúar eða byrjun mars“ "Kúrfan spáir því um goslok í lok febrúar eða byrjun mars 2015,“ skrifaði Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur þann 15. nóvember. 28. febrúar 2015 12:39 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur, sem reyndist ótrúlega sannspár um goslok í Holuhrauni, vekur athygli á því á bloggsíðu sinni að merki kunni nú að vera farin að sjást um að askja Bárðarbungu sé byrjuð að rísa aftur. Það var í október í haust sem Haraldur benti á að sigið í Bárðarbungu fylgdi línulegri kúrfu sem nota mætti til að spá fyrir um goslok. Í nóvember sagði hann að samkvæmt kúrfunni yrðu goslok „í lok febrúar eða byrjun mars“, og gat vart verið sannspárri því reyndin varð sú að goslokum var lýst yfir þann 28. febrúar. Haraldur segir að þegar sigið hætti hafi kúrfan á stöðu GPS-tækisins í Bárðarbungu verið orðin lárétt. Nú sjáist greinilega að undanfarna daga virðist GPS-tækið aftur byrjað að rísa. „Þetta getur orsakast af tvennu: (A) Ísinn undir tækinu er að renna niður í sigskálina og tækið hækkar af þeim sökum. (B) Askjan er byrjuð að rísa aftur vegna þess að kvika frá möttli streymir inn í kvikuhólfið undir Bárðarbungu. Ég hallast fremur að seinni skýringunni, en tíminn mun segja til um það. Ef (B) reynist rétt, þá er sennilegt að rennsli af kviku úr dýpinu inn í kvikuhólfið taki mörg ár, áður en það nær þeirri stöðu, sem Bárðarbunga hafði fyrir gosið sem hófst árið 2014,“ segir Haraldur á eldfjallabloggi sínu. Í Kröflueldum á árunum 1975 til 1984 var þetta þekkt fyrirbæri; landið seig meðan á eldgosi stóð en tók svo að rísa á ný eftir að eldgosi lauk. Þegar landris hafði svo náð fyrri stöðu var stutt í að eldgos eða kvikuhlaup brytist út á ný. Fjallað verður um Kröfluelda í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 19.20.
Bárðarbunga Eldgos og jarðhræringar Um land allt Tengdar fréttir Spá Haraldar rættist um goslok "í lok febrúar eða byrjun mars“ "Kúrfan spáir því um goslok í lok febrúar eða byrjun mars 2015,“ skrifaði Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur þann 15. nóvember. 28. febrúar 2015 12:39 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Spá Haraldar rættist um goslok "í lok febrúar eða byrjun mars“ "Kúrfan spáir því um goslok í lok febrúar eða byrjun mars 2015,“ skrifaði Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur þann 15. nóvember. 28. febrúar 2015 12:39