Askja Bárðarbungu byrjuð að rísa á ný? Kristján Már Unnarsson skrifar 9. mars 2015 23:17 Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur. Myndin var tekin við Fimmvörðuháls í mars 2010. vísir/anton brink Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur, sem reyndist ótrúlega sannspár um goslok í Holuhrauni, vekur athygli á því á bloggsíðu sinni að merki kunni nú að vera farin að sjást um að askja Bárðarbungu sé byrjuð að rísa aftur. Það var í október í haust sem Haraldur benti á að sigið í Bárðarbungu fylgdi línulegri kúrfu sem nota mætti til að spá fyrir um goslok. Í nóvember sagði hann að samkvæmt kúrfunni yrðu goslok „í lok febrúar eða byrjun mars“, og gat vart verið sannspárri því reyndin varð sú að goslokum var lýst yfir þann 28. febrúar. Haraldur segir að þegar sigið hætti hafi kúrfan á stöðu GPS-tækisins í Bárðarbungu verið orðin lárétt. Nú sjáist greinilega að undanfarna daga virðist GPS-tækið aftur byrjað að rísa. „Þetta getur orsakast af tvennu: (A) Ísinn undir tækinu er að renna niður í sigskálina og tækið hækkar af þeim sökum. (B) Askjan er byrjuð að rísa aftur vegna þess að kvika frá möttli streymir inn í kvikuhólfið undir Bárðarbungu. Ég hallast fremur að seinni skýringunni, en tíminn mun segja til um það. Ef (B) reynist rétt, þá er sennilegt að rennsli af kviku úr dýpinu inn í kvikuhólfið taki mörg ár, áður en það nær þeirri stöðu, sem Bárðarbunga hafði fyrir gosið sem hófst árið 2014,“ segir Haraldur á eldfjallabloggi sínu. Í Kröflueldum á árunum 1975 til 1984 var þetta þekkt fyrirbæri; landið seig meðan á eldgosi stóð en tók svo að rísa á ný eftir að eldgosi lauk. Þegar landris hafði svo náð fyrri stöðu var stutt í að eldgos eða kvikuhlaup brytist út á ný. Fjallað verður um Kröfluelda í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 19.20. Bárðarbunga Eldgos og jarðhræringar Um land allt Tengdar fréttir Spá Haraldar rættist um goslok "í lok febrúar eða byrjun mars“ "Kúrfan spáir því um goslok í lok febrúar eða byrjun mars 2015,“ skrifaði Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur þann 15. nóvember. 28. febrúar 2015 12:39 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Shamsudin-bræður, mamma þeirra og fleiri grunuð í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur, sem reyndist ótrúlega sannspár um goslok í Holuhrauni, vekur athygli á því á bloggsíðu sinni að merki kunni nú að vera farin að sjást um að askja Bárðarbungu sé byrjuð að rísa aftur. Það var í október í haust sem Haraldur benti á að sigið í Bárðarbungu fylgdi línulegri kúrfu sem nota mætti til að spá fyrir um goslok. Í nóvember sagði hann að samkvæmt kúrfunni yrðu goslok „í lok febrúar eða byrjun mars“, og gat vart verið sannspárri því reyndin varð sú að goslokum var lýst yfir þann 28. febrúar. Haraldur segir að þegar sigið hætti hafi kúrfan á stöðu GPS-tækisins í Bárðarbungu verið orðin lárétt. Nú sjáist greinilega að undanfarna daga virðist GPS-tækið aftur byrjað að rísa. „Þetta getur orsakast af tvennu: (A) Ísinn undir tækinu er að renna niður í sigskálina og tækið hækkar af þeim sökum. (B) Askjan er byrjuð að rísa aftur vegna þess að kvika frá möttli streymir inn í kvikuhólfið undir Bárðarbungu. Ég hallast fremur að seinni skýringunni, en tíminn mun segja til um það. Ef (B) reynist rétt, þá er sennilegt að rennsli af kviku úr dýpinu inn í kvikuhólfið taki mörg ár, áður en það nær þeirri stöðu, sem Bárðarbunga hafði fyrir gosið sem hófst árið 2014,“ segir Haraldur á eldfjallabloggi sínu. Í Kröflueldum á árunum 1975 til 1984 var þetta þekkt fyrirbæri; landið seig meðan á eldgosi stóð en tók svo að rísa á ný eftir að eldgosi lauk. Þegar landris hafði svo náð fyrri stöðu var stutt í að eldgos eða kvikuhlaup brytist út á ný. Fjallað verður um Kröfluelda í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 19.20.
Bárðarbunga Eldgos og jarðhræringar Um land allt Tengdar fréttir Spá Haraldar rættist um goslok "í lok febrúar eða byrjun mars“ "Kúrfan spáir því um goslok í lok febrúar eða byrjun mars 2015,“ skrifaði Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur þann 15. nóvember. 28. febrúar 2015 12:39 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Shamsudin-bræður, mamma þeirra og fleiri grunuð í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Spá Haraldar rættist um goslok "í lok febrúar eða byrjun mars“ "Kúrfan spáir því um goslok í lok febrúar eða byrjun mars 2015,“ skrifaði Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur þann 15. nóvember. 28. febrúar 2015 12:39