Körfubolti

Sameinar mat og drykk í einu máli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir
Max Beister, leikmaður hjá Hamburg í Þýskalandi, hefur vakið athygli síðustu vikur og mánuði vegna uppfinningar sem hann er að reyna að koma á markað.

Snax Cup er hugarfóstur Beister en í honum er hægt að halda á mat og drykk í einni hendi.

Beister fékk hugmyndina að þessu fyrir þremur árum síðan er hann var í bíó. Þá lenti hann í basli með að halda á bæði popppoka og drykkjarmáli.

„Ég hugsaði með mér að það hlyti að vera til betri leið en þessi,“ sagði hann en Beister var hvattur af vinum sínum til að finna upp betri lausn. „Ég hugsaði málið í nokkrar mínútur og ákvað að ég myndi gera einmitt það.“

Hugmyndin gengur í stuttu máli út á að sameina drykkjarglas og skál. Skálin festist ofan á málið líkt og hefðbundið lok og því helst skálin föst. Og þá er hægt að hafa eina hönd fría til þess að ná í bíómiðann úr vasanum.

Hér má finna frekar upplýsingar um uppfinningu Beister.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×