Erlent

Eiginkona Badawis tók við verðlaununum

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Ensaf Haidar veitir Sakharov-verðlaununum viðtöku fyrir hönd eiginmanns síns, sem situr í fangelsi í Sádi-Arabíu.
Ensaf Haidar veitir Sakharov-verðlaununum viðtöku fyrir hönd eiginmanns síns, sem situr í fangelsi í Sádi-Arabíu. vísir/epa
Sádiarabíski bloggarinn Raif Badawi hlaut í gær Sakharov-verðlaunin, sem Evrópuþingið veitir árlega til einstaklinga eða hópa sem hafa helgað líf sitt baráttunni fyrir mannréttindum og tjáningarfrelsi.

Árið 2012 var Badawi hnepptur í fangelsi í Sádi-Arabíu fyrir að hafa smánað íslamstrú á bloggsíðu sinni. Hann var dæmdur í tíu ára fangelsi og gert að þola þúsund svipuhögg.

Badawi situr því enn í fangelsi í Sádi-Arabíu og gat ekki tekið við verðlaununum, en eiginkona hans, Ensaf Haidar, mætti til Strassborgar í gær til að veita þeim viðtöku fyrir hans hönd.

„Ég vona að þessi verðlaun opni Raif leið til frelsis,“ sagði hún við fréttavefinn Euronews.com. „Þau hafa veitt mér og börnum okkar siðferðilegan stuðning.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×