Erlent

Taka höndum saman gegn hryðjuverkaárásum

Stefán Árni Pálsson skrifar
David Cameron og Barack Obama á blaðamannafundi í Hvíta-húsinu í kvöld.
David Cameron og Barack Obama á blaðamannafundi í Hvíta-húsinu í kvöld. vísir/getty
Bandarísk og bresk og stjórnvöld hafa ákveðið að setja á laggirnar sérstakan aðgerðahóp í baráttu sinni gegn hryðjuverkahópum.

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, greindi frá áætlunum ríkjanna í kvöld eftir að hann fundaði með Barack Obama, Bandaríkjaforseta, í Hvíta-húsinu.

Þessi sérstaki aðgerðahópur mun skila skýrslu til bæði Cameron og Obama eftir hálft ár.

Obama talar um það í kvöld að nú verði unnið að því að koma í veg fyrir árásir hryðjuverkahópa og að þessu sinni munu ríkin sigra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×