Erlent

Vopnahlé í Jemen rofið

Að minnsta kosti tíu liggja í valnum.
Að minnsta kosti tíu liggja í valnum. vísir/afp
Minnst tíu eru látnir eftir hörð átök í Jemen á föstudag þrátt fyrir fimm daga vopnahlé.

Vopnahléið hófst í Jemen á þriðjudag og var til þess fallið að koma mat, eldsneyti og lyfjum til milljóna manna í nauð. Átökin áttu sér stað milli uppreisnarmanna og Húta í borginni Taiz en íbúar íborginni Dhaela segja að einnig hafi komið til átaka þar. Þó liggja ekki fyrir upplýsingar um hvort einhver þar hafi særst.

Miklir bardagar hafa geisað í landinu síðustu mánuði og samkvæmt upplýsingum frá UNICEF hafa um eitt hundrað börn látið lífið í stríðsátökunum.

Bandalag ríkja undir forystu Sádi-Arabíu hóf loftárásir á stöðvar uppreisnarmanna í lok mars. Níutíu manns voru drepnir í loftárás sádi-arabíska hersins á þriðjudag, rétt áður en vopnahléið hófst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×