Erlent

Körfuboltakona kafnaði á tyggjói í svefni

Atli Ísleifsson skrifar
Chanice Clark spilaði körfubolta með háskólaliði California University of Pennsylvania.
Chanice Clark spilaði körfubolta með háskólaliði California University of Pennsylvania. Mynd/CalVulcans
Háskólanemi í Pennsylvaníu sem fannst meðvitundarlaus í íbúð sinni á sunnudagskvöldinu er talin hafa kafnað á tyggjói í svefni. Hin 21 ára Shanice Clark lést á sjúkrahúsi skömmu síðar.

Clark stundaði nám við háskólann California University of Pennsylvania (Cal U) og hafði hlotið körfuboltastyrk frá skólanum.

Í frétt BBC kemur fram að læknar segi bráðabirgðaniðurstöður benda til þess að Clark hafi kyngt tyggjóinu í svefni og í kjölfarið kafnað.

Geraldine Jones, forseti skólans, segist í yfirlýsingu votta fjölskyldu og vinum Clark samúð sína. „Þjálfarar og samherjar, samnemendur og allir á háskólasvæðinu munu sakna hennar.“

Cleveland Clunis, fyrrverandi þjálfari Clark, segist í samtali við CTV Toronto hafa fengið símtal frá móður hennar sem hafi greint frá andláti Clark. „Hún hringdi og var grátandi. Ég trúði henna ekki. Það var svo erfitt að trúa þessu. Ég hafði á tilfinningunni að hún gæti haldið áfram eftir að hún myndi klára háskólann, kannski spila áfram erlendis eða eitthvað svoleiðis.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×