Erlent

Tveir táningar handteknir í Bretlandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Vitni segja að lögreglan hafi verið með mikin viðbúnað við heimili unglingana.
Vitni segja að lögreglan hafi verið með mikin viðbúnað við heimili unglingana. Vísir/EPA
Lögreglan í Manchester og í Blackburn í Bretlandi hefur handtekið sextán ára stúlku og fjórtán ára dreng. Þau eru grunuð um að hafa komið að skipulagningu hryðjuverks. Drengurinn var handtekinn á fimmtudaginn og stúlkan á föstudaginn.

Þau voru handtekin þegar lögreglan leitaði á heimilum þeirra, en báðum hefur verið sleppt gegn tryggingu samkvæmt Sky News.

Upprunalega töldu erlendir miðlar að málið gæti tengst því að bresk fjölskylda var handtekin í Tyrklandi í síðustu viku, en þaðan ætluðu þau til Sýrlands. Lögreglan segir það ekki vera rétt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×