„Þetta er alltaf að síga á ógæfuhliðina“ Kristján Már Unnarsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 3. október 2015 11:09 Myndin er lýsandi fyrir ástandið. Vísir/Stöð 2 Miklar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. Þjóðvegur eitt er enn opinn þó vatn flæði víða beggja vegna við hann. Lögreglan er með viðbúnað ef til þess kemur að það þurfi að loka veginum síðar í dag eða á morgun. Nokkuð hefur dregið úr rennsli Skaftár við Sveinstind og við Eldvatn við Ása. Rennsli er þó víða enn mikið í Skaftá og flóðið breiðir úr sér. Lögreglumenn skoðuð svæðið í morgun til að meta stöðuna. „Það hefur minnkað töluvert rennslið hérna niðri við Eldvatnsbrúna niður við Ása en rennslið hér austur með þjóðveginum það hefur aukist svona hérna austur með hrauninu. Það er farið að renna yfir afleggjarann að Skál, alveg upp við þjóðveginn, það lekur beggja megin vegar þó það fari ekki yfir veginn neins staðar. Þá er að safnast beggja megin þjóðvegarins,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Staðan er ekki góð eins og sjá má.Vísir/Stöð 2 Sveinn segir töluverðar skemmdir hafa orðið á túnum bænda, sveitavegum og á brúm. Þá lokuðust tveir bæir af þar sem það flæddi yfir vegi að þeim. Tekist hefur að halda þjóðveginum opnum en aukin viðbúnaður er þó hjá lögreglunni ef það kemur til þess að loka þurfi. „Þetta tekur svo langan tíma að renna hérna í gegnum hraunið og svona áhrifin, endanlegu áhrifin, á þjóðveginn sjáum við ekkert kannski fyrr en í dag eða á morgun,“ segir Sveinn Kristján. Hlaupið í Skaftá er það mesta frá því mælingar hófust árið 1971. Rennslið í ánni varð þegar mest var allt að tvöfalt meira en áður hefur sést. Bændur horfa margir hverjir upp á töluvert tjón á túnum sínum. Við bæinn Flögu líkist túnið helst stöðuvatni en vatnið er hærra en girðingarstaurar sem þar er að finna. Gunnar Sveinsson bóndi í Flögu segir að sér hafi ekki órað fyrir að svo mikið vatn myndi fylgja flóðinu. „Þetta verður bara drulla og ógeð á þeim sko til að byrja með svo jafnar það sig að einhverju leyti. Þetta er alltaf að síga á ógæfuhliðina í þessu. Það brýtur stöðugt á og hækkar vatnsborðið,“ segir Gunnar. Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Sjá meira
Miklar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. Þjóðvegur eitt er enn opinn þó vatn flæði víða beggja vegna við hann. Lögreglan er með viðbúnað ef til þess kemur að það þurfi að loka veginum síðar í dag eða á morgun. Nokkuð hefur dregið úr rennsli Skaftár við Sveinstind og við Eldvatn við Ása. Rennsli er þó víða enn mikið í Skaftá og flóðið breiðir úr sér. Lögreglumenn skoðuð svæðið í morgun til að meta stöðuna. „Það hefur minnkað töluvert rennslið hérna niðri við Eldvatnsbrúna niður við Ása en rennslið hér austur með þjóðveginum það hefur aukist svona hérna austur með hrauninu. Það er farið að renna yfir afleggjarann að Skál, alveg upp við þjóðveginn, það lekur beggja megin vegar þó það fari ekki yfir veginn neins staðar. Þá er að safnast beggja megin þjóðvegarins,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Staðan er ekki góð eins og sjá má.Vísir/Stöð 2 Sveinn segir töluverðar skemmdir hafa orðið á túnum bænda, sveitavegum og á brúm. Þá lokuðust tveir bæir af þar sem það flæddi yfir vegi að þeim. Tekist hefur að halda þjóðveginum opnum en aukin viðbúnaður er þó hjá lögreglunni ef það kemur til þess að loka þurfi. „Þetta tekur svo langan tíma að renna hérna í gegnum hraunið og svona áhrifin, endanlegu áhrifin, á þjóðveginn sjáum við ekkert kannski fyrr en í dag eða á morgun,“ segir Sveinn Kristján. Hlaupið í Skaftá er það mesta frá því mælingar hófust árið 1971. Rennslið í ánni varð þegar mest var allt að tvöfalt meira en áður hefur sést. Bændur horfa margir hverjir upp á töluvert tjón á túnum sínum. Við bæinn Flögu líkist túnið helst stöðuvatni en vatnið er hærra en girðingarstaurar sem þar er að finna. Gunnar Sveinsson bóndi í Flögu segir að sér hafi ekki órað fyrir að svo mikið vatn myndi fylgja flóðinu. „Þetta verður bara drulla og ógeð á þeim sko til að byrja með svo jafnar það sig að einhverju leyti. Þetta er alltaf að síga á ógæfuhliðina í þessu. Það brýtur stöðugt á og hækkar vatnsborðið,“ segir Gunnar.
Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Sjá meira