Bresku þingkosningarnar: Íhaldsflokkurinn stærstur samkvæmt útgönguspám Atli Ísleifsson skrifar 7. maí 2015 20:49 Nicola Sturgeon, Ed MIliband, David Cameron og Nick Clegg. Vísir/AFP Íhaldsflokkurinn mælist mun stærri en Verkamannaflokkurinn samkvæmt útgönguspá Ipsos fyrir BBC, ITV og Sky sem birtist klukkan 21. Íhaldsmenn ná þó ekki hreinum meirihluta.Samkvæmt útgönguspá Ipsos mælist Íhaldsflokkur David Cameron forsætisráðherra með 316 þingsæti, Verkamannaflokkurinn 239, Skoski þjóðarflokkurinn 58, Frjálslyndir tíu og Breski sjálfstæðisflokkurinn (UKIP) tvö. Aðrir flokkar fá 25 þingsæti.Samkvæmt útgönguspánni nær Skoski þjóðarflokkurinn öllum þingsætum í Skotlandi að einu undanskildu.Gengi breska pundsins hefur hækkað um eitt prósentustig gagnvart Bandaríkjadalnum eftir að útgönguspáin var birt. YouGov hefur birt sína spá þar sem Íhaldsflokkurinn fær 284 sæti, Verkamannaflokkurinn 263, Skoski þjóðarflokkurinn 48, Frjálslyndir demókratar 31, UKIP tvö og Græningjar eitt. Tölur eru komnar úr fyrsta kjördæminu, Houghton & Sunderland South. Verkamannaflokkurinn nær þingsætinu, fær 55 prósent atkvæða. Kjördæmið hefur verið fyrsta kjördæmið til að birta lokatölur í öllum þingkosningum frá 1992. 326 þingsæti þarf til að ná meirihluta í neðri deild þingsins. Fylgjast má með útsendingu Sky að neðan.Kjörstöðum var lokað klukkan 21 að íslenskum tíma, en milljónir Breta hafa kosið í dag. Um fimmtíu milljónir manna eru á kjörskrá. Kosið er um 650 sæti á breska þinginu, um níu þúsund sæti í sveitarstjórnum, auk þess að borgarstjórar verða kosnir í Bedford, Copeland, Leicester, Mansfield, Middlesbrough og Torbay. Nýtt þing kemur saman 18. maí næstkomandi. Hafi Cameron þá ekki tekist að mynda stjórn er ætlast til þess að hann segi af sér. Ný stjórn þarf svo að vera tilbúin með lista yfir frumvörp, sem lögð verði fram á þingi næsta árið, fyrir 27. maí. Að minnsta kosti er fastlega reiknað með því að Elísabet drottning lesi þennan dag upp þennan lista í hinni árlegu ræðu sinni á þinginu, sem jafnframt er stefnuræða stjórnarinnar.Kosningakerfið í Bretlandi hefur oftast tryggt annaðhvort Íhaldsflokknum eða Verkamannaflokknum hreinan þingmeirihluta. Í síðustu kosningum, árið 2010, náði hvorugur flokkurinn meirihluta, þannig að Íhaldsflokkurinn átti ekki annars kost en að mynda samsteypustjórn með Frjálslynda flokknum.I'd treat the exit poll with HUGE caution. I'm hoping for a good night but I think 58 seats is unlikely! #GE15— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) May 7, 2015 YouGov Exit Poll: CON - 284 LAB - 263 SNP - 48 LDEM - 31 UKIP - 2 GRN - 1 #TheVote— Britain Elects (@britainelects) May 7, 2015 Tengdar fréttir Barist um náð drottningar í Bretlandi David Cameron og Ed Milliband berjast um hvor þeirra hlýtur náð Elísabetar drottningar til að mynda nýja ríkisstjórn eftir lokun kjörstaða í kvöld. 7. maí 2015 19:45 Bretar kjósa til þings Fylgið virðist ætla að skiptast hnífjafnt milli Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins í þingkosningum í Bretlandi, sem haldnar verða í dag. Hvorugum flokknum er spáð hreinum þingmeirihluta, ef marka má skoðanakannanir. 7. maí 2015 07:00 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira
Íhaldsflokkurinn mælist mun stærri en Verkamannaflokkurinn samkvæmt útgönguspá Ipsos fyrir BBC, ITV og Sky sem birtist klukkan 21. Íhaldsmenn ná þó ekki hreinum meirihluta.Samkvæmt útgönguspá Ipsos mælist Íhaldsflokkur David Cameron forsætisráðherra með 316 þingsæti, Verkamannaflokkurinn 239, Skoski þjóðarflokkurinn 58, Frjálslyndir tíu og Breski sjálfstæðisflokkurinn (UKIP) tvö. Aðrir flokkar fá 25 þingsæti.Samkvæmt útgönguspánni nær Skoski þjóðarflokkurinn öllum þingsætum í Skotlandi að einu undanskildu.Gengi breska pundsins hefur hækkað um eitt prósentustig gagnvart Bandaríkjadalnum eftir að útgönguspáin var birt. YouGov hefur birt sína spá þar sem Íhaldsflokkurinn fær 284 sæti, Verkamannaflokkurinn 263, Skoski þjóðarflokkurinn 48, Frjálslyndir demókratar 31, UKIP tvö og Græningjar eitt. Tölur eru komnar úr fyrsta kjördæminu, Houghton & Sunderland South. Verkamannaflokkurinn nær þingsætinu, fær 55 prósent atkvæða. Kjördæmið hefur verið fyrsta kjördæmið til að birta lokatölur í öllum þingkosningum frá 1992. 326 þingsæti þarf til að ná meirihluta í neðri deild þingsins. Fylgjast má með útsendingu Sky að neðan.Kjörstöðum var lokað klukkan 21 að íslenskum tíma, en milljónir Breta hafa kosið í dag. Um fimmtíu milljónir manna eru á kjörskrá. Kosið er um 650 sæti á breska þinginu, um níu þúsund sæti í sveitarstjórnum, auk þess að borgarstjórar verða kosnir í Bedford, Copeland, Leicester, Mansfield, Middlesbrough og Torbay. Nýtt þing kemur saman 18. maí næstkomandi. Hafi Cameron þá ekki tekist að mynda stjórn er ætlast til þess að hann segi af sér. Ný stjórn þarf svo að vera tilbúin með lista yfir frumvörp, sem lögð verði fram á þingi næsta árið, fyrir 27. maí. Að minnsta kosti er fastlega reiknað með því að Elísabet drottning lesi þennan dag upp þennan lista í hinni árlegu ræðu sinni á þinginu, sem jafnframt er stefnuræða stjórnarinnar.Kosningakerfið í Bretlandi hefur oftast tryggt annaðhvort Íhaldsflokknum eða Verkamannaflokknum hreinan þingmeirihluta. Í síðustu kosningum, árið 2010, náði hvorugur flokkurinn meirihluta, þannig að Íhaldsflokkurinn átti ekki annars kost en að mynda samsteypustjórn með Frjálslynda flokknum.I'd treat the exit poll with HUGE caution. I'm hoping for a good night but I think 58 seats is unlikely! #GE15— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) May 7, 2015 YouGov Exit Poll: CON - 284 LAB - 263 SNP - 48 LDEM - 31 UKIP - 2 GRN - 1 #TheVote— Britain Elects (@britainelects) May 7, 2015
Tengdar fréttir Barist um náð drottningar í Bretlandi David Cameron og Ed Milliband berjast um hvor þeirra hlýtur náð Elísabetar drottningar til að mynda nýja ríkisstjórn eftir lokun kjörstaða í kvöld. 7. maí 2015 19:45 Bretar kjósa til þings Fylgið virðist ætla að skiptast hnífjafnt milli Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins í þingkosningum í Bretlandi, sem haldnar verða í dag. Hvorugum flokknum er spáð hreinum þingmeirihluta, ef marka má skoðanakannanir. 7. maí 2015 07:00 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira
Barist um náð drottningar í Bretlandi David Cameron og Ed Milliband berjast um hvor þeirra hlýtur náð Elísabetar drottningar til að mynda nýja ríkisstjórn eftir lokun kjörstaða í kvöld. 7. maí 2015 19:45
Bretar kjósa til þings Fylgið virðist ætla að skiptast hnífjafnt milli Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins í þingkosningum í Bretlandi, sem haldnar verða í dag. Hvorugum flokknum er spáð hreinum þingmeirihluta, ef marka má skoðanakannanir. 7. maí 2015 07:00