Erlent

Rakettumaðurinn birtir ótrúlegt myndband af flugi sínu yfir Dubai

Atli Ísleifsson skrifar
Yves Rossy hefur margoft ratað í fréttinar fyrir flug sín.
Yves Rossy hefur margoft ratað í fréttinar fyrir flug sín.
Svisslendingurinn Yves Rossy hefur birt ótrúlegt myndband sem sýnir hvernig hann og lærlingur hans Vince Reffet fljúga á þrýstiloftsvængjum yfir Dubai og fleiri staði.

Rossy hefur margoft ratað í fréttinar, meðal annars með því að fljúga í kringum Fuji-fjall í Japan, yfir Miklagljúfur og fjölda staða til viðbótar.

Myndbandið hefst á því að þeir félagar fljúga yfir eyðimörk en áður en langt um líður eru þeir komnir til Dubai þar sem þeir fljúga um loftin á ógnarhraða. Í frétt The Verge segir að þeir nái mest tæplega 200 kílómetra hraða.

Myndbandið er ellefu mínútur að lengd og í háskerpu og má sjá að neðan.


Tengdar fréttir

Rakettumaður í millilandaflugi

Svissneski ofurhuginn Yves Rossy ætlar í dag að reyna að fljúga í rakettugalla sínum frá Marokkó til Spánar. Hann hefur áður flogið yfir Ermarsund.

Rakettumaðurinn lenti í sjónum

Svissneski rakettumaðurinn Yves Rossy endaði í sjónum í tilraun sinni til þess að fljúga í rakettubúningi sínum frá Marokkó til Spánar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×