Innlent

Vill að Ísland hætti að styðja viðskiptaþvinganir gagnvart Rússlandi

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins vill að Ísland hætti að styðja viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins gegn Rússlandi. Formaður samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir þjóðarbúið geta orðið fyrir tugmilljarða tjóni verði af banninu.

Fjölmiðlafulltrúi Pútíns Rússlandsforseta sagði í vikunni að það kæmi til greina að beita Ísland viðskiptaþvingunum vegna stuðnings við refsiaðgerðir Evrópusambandsins gegn Rússlandi. Hingað til hafa Íslendingar verið i hópi sjö þjóða sem eru undanþegnar innflutningsbanni Rússa, þó Ísland hafi stutt aðgerðirnar gegn Rússlandi.

„Ég hef áhyggjur af því að við séum að blanda okkur í þessi mál gagnvart rússum vegna þeirra hagsmuna sem við höfum á fiskmörkuðum fyrst og fremst,“ segir Ásmundur Friðriksson þingmaður.

Ásmundur segir Rússland vera okkar helsta viðskiptaland í uppsjárfiski og kaupi þriðjung af þeim makríl sem er fluttur úr landi og um 80 prósent af frosinni loðnu.

„Ég er að hugsa um hagsmuni sjávarútvegsins, ég er að hugsa um hagsmuni fólksins sem vinnur í sjávarútvegi, ég er að hugsa um hagsmuni þjóðarinnar. Það er eina sem ég hugsa um, ég er ekki á bandi eins né neins í þessu máli. Ég var einn af þeim sem barðist fyrir því að verkafólk og sérstaklega fiskvinnslufólk fengi hækkuð laun. Það yrði mikið áfall að á síma tíma og launakjör þeirra voru bætt verulega að svo töpuðust stór hluti uppsjávar veiðimörkuðunum sem hefur nú haldið sjávarútveginum á floti núna.“

Formaður samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir mikið tjón verða af því ef Rússar setja á viðskiptabann við landið. “Þetta er þriðji stærsti kaupandinn af íslenskum sjávarafurðum í dag. Kaupir lang mest af öllum makríl, síld og um 80 prósent af öllum frystum loðnuafurðum fara til Rússlands. Þannig að þetta gæti orðið tugmilljarða tjón fyrir þjóðarbúið ef af þessu yrði.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×