Makrílkvóti 23 báta er undir 10 kílóum Svavar Hávarðsson skrifar 24. júní 2015 09:00 Smábátasjómenn hafa óskað eftir fundi með forsætisráðherra. Minnihluti þeirra smábáta sem fá úthlutaðar veiðiheimildir á komandi vertíð samkvæmt reglugerð um makrílveiðar 2015 geta stundað veiðar af alvöru. Alls fá 192 bátar úthlutun en 23 þeirra fá eitt til 10 kíló – sem samsvarar því að veiddir séu þrír til 30 fiskar yfir sumarið. Eins og Fréttablaðið greindi frá þýðir kvótasetning makríls í öllum útgerðarflokkum að margir smábátasjómenn fá ekki heimildir sem standa undir veiðum. Af 192 bátum sem veitt hafa makríl frá 2009 fá 24 bátar um 55% af kvótanum. Landssamband smábátaeigenda (LS) gagnrýnir Sigurð Inga Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hart og segir vinnubrögð hans forkastanleg og hefur óskað eftir fundi með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra vegna málsins. Í bréfi smábátaeigenda þar sem fundar er óskað segir: „Fullyrða má að þeir aðilar sem aflað hafa meira en 500 kíló – 149 bátar – séu búnir að koma sér upp sérstökum búnaði til veiðanna sem er sérsniðinn að hverjum bát, þróaður og smíðaður hér á landi. Hluti bátanna hefur einnig fest kaup á fiskleitartæki. Kostnaður á hvern bát er frá 5 milljónum upp í 12 milljónir.“ LS telur að við inngrip af þessu tagi þurfi alltaf að meta hvað ávinnist við breytingu og hverju sé verið að fórna, svo vitnað sé aftur í bréfið.Örn PálssonÖrn Pálsson, framkvæmdastjóri LS, segir, spurður um hvað aflaheimildir einstakra báta þurfi að vera miklar til að réttlæta alvöru útgerð, að vart verði það gert fyrir minni afla en um 100 tonn. Samkvæmt gögnum Fiskistofu fá um 30 bátar úthlutun sem hleypur á 70 til 330 tonnum byggt á veiðireynslu síðustu sex ára. Aðrir bátar fá minna og margir langt um minna og heimildir sem aldrei standa undir útgerð í tegundinni. Þar af eru margir bátar sem fá nokkur kíló eða fáein tonn – afli sem mun aldrei fást úr sjó þar sem óheimilt er að sameina veiðiheimildir eða selja þær öðrum. Ljóst virðist að allstór hluti þessa rúmlega 7.000 tonna kvóta sem smábátum var ætlað að veiða fellur dauður niður. Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Minnihluti þeirra smábáta sem fá úthlutaðar veiðiheimildir á komandi vertíð samkvæmt reglugerð um makrílveiðar 2015 geta stundað veiðar af alvöru. Alls fá 192 bátar úthlutun en 23 þeirra fá eitt til 10 kíló – sem samsvarar því að veiddir séu þrír til 30 fiskar yfir sumarið. Eins og Fréttablaðið greindi frá þýðir kvótasetning makríls í öllum útgerðarflokkum að margir smábátasjómenn fá ekki heimildir sem standa undir veiðum. Af 192 bátum sem veitt hafa makríl frá 2009 fá 24 bátar um 55% af kvótanum. Landssamband smábátaeigenda (LS) gagnrýnir Sigurð Inga Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hart og segir vinnubrögð hans forkastanleg og hefur óskað eftir fundi með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra vegna málsins. Í bréfi smábátaeigenda þar sem fundar er óskað segir: „Fullyrða má að þeir aðilar sem aflað hafa meira en 500 kíló – 149 bátar – séu búnir að koma sér upp sérstökum búnaði til veiðanna sem er sérsniðinn að hverjum bát, þróaður og smíðaður hér á landi. Hluti bátanna hefur einnig fest kaup á fiskleitartæki. Kostnaður á hvern bát er frá 5 milljónum upp í 12 milljónir.“ LS telur að við inngrip af þessu tagi þurfi alltaf að meta hvað ávinnist við breytingu og hverju sé verið að fórna, svo vitnað sé aftur í bréfið.Örn PálssonÖrn Pálsson, framkvæmdastjóri LS, segir, spurður um hvað aflaheimildir einstakra báta þurfi að vera miklar til að réttlæta alvöru útgerð, að vart verði það gert fyrir minni afla en um 100 tonn. Samkvæmt gögnum Fiskistofu fá um 30 bátar úthlutun sem hleypur á 70 til 330 tonnum byggt á veiðireynslu síðustu sex ára. Aðrir bátar fá minna og margir langt um minna og heimildir sem aldrei standa undir útgerð í tegundinni. Þar af eru margir bátar sem fá nokkur kíló eða fáein tonn – afli sem mun aldrei fást úr sjó þar sem óheimilt er að sameina veiðiheimildir eða selja þær öðrum. Ljóst virðist að allstór hluti þessa rúmlega 7.000 tonna kvóta sem smábátum var ætlað að veiða fellur dauður niður.
Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira