Erlent

Leitað að litháískri flugvél á Eystrasalti

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Vélin var á leið frá Gautaborg í Svíþjóð til Klaipeda í Litháen síðdegis í gær með tvo flugmenn innanborðs. Ekkert neyðarkall barst frá vélinni.
Vélin var á leið frá Gautaborg í Svíþjóð til Klaipeda í Litháen síðdegis í gær með tvo flugmenn innanborðs. Ekkert neyðarkall barst frá vélinni.
Leit stendur yfir á Eystrasalti að smáflugvél sem hvarf af ratsjám í gær. Vélin var á leið frá Gautaborg í Svíþjóð til Klaipeda í Litháen síðdegis í gær með tvo flugmenn innanborðs. Ekkert neyðarkall barst frá vélinni.

Vélin átti að lenda um klukkan 17.20 í gær. Sænski herinn leitaði vélarinnar í gærkvöld og nótt en litháeski sjóherinn hefur nú tekið yfir. Antanas Brenčius, talsmaður litháeska sjóhersins, segir að þyrlum hafi verið flogið út árla morguns og að leitað sé um 180 kílómetrum frá ströndum Litháens.

Vélin er af gerðinni Antonov An-2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×