Erlent

Breski hjúkrunarfræðingurinn á batavegi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Pauline Cafferkey var lögð inn á Royal Free sjúkrahúsið.
Pauline Cafferkey var lögð inn á Royal Free sjúkrahúsið.
Breska hjúkrunarkonan sem greindist með ebólu í desember er á batavegi. Hún er enn í sóttkví og fær sérhæfða meðferð við veirunni og talið er líklegt að hún muni ná sér að fullu.

Konan hefur undirgengist ýmsar meðferðir og hefur hún meðal annars fengið tilraunalyf við ebólu. Þá hefur hún fengið blóðgjafir frá áður smituðum einstaklingi.

Hjúkrunarkonan, Pauline Cafferkey, greindist með veiruna eftir að hafa unnið með ebólusýkta í Sierra Leone í Vestur-Afríku. Hún greindist við heimkomu og var þá lögð inn á sjúkrahús í Lundúnum. Þar fékk hún tilraunalyf gegn ebólu en heilsu hennar fór þá hratt versnandi.

Ekki liggur fyrir hvernig Cafferkey smitaðist og er því hafin rannsókn á því. Hún hafði unnið sjálfboðastörf á ebólumiðstöð í Kerry Town í Sierra Leone.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×