Jemen sagt að hruni komið guðsteinn bjarnason skrifar 1. apríl 2015 07:00 Í höfuðborginni Sana pakkar fólk saman og fer með búslóð sína burt. nordicphotos/AFP Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna segir ástandið í Jemen hafa hríðversnað undanfarna mánuði, eða allt frá því Abd Rammo Mansúr Hadi forseti hraktist frá höfuðborginni 22. janúar síðastliðinn. Hann skorar á alla aðila átakanna að sjá til þess að almennir borgarar njóti verndar og fordæmir sérstaklega árásir á sjúkrahús og aðrar heilbrigðisstofnanir. „Heimili, sjúkrahús, menntastofnanir og innviðir hafa verið eyðilögð á ýmsum stöðum, og gert lífið enn erfiðara fyrir fólk í þessu stríðshrjáða landi,“ segir Zeid Ra'ad Al Hussein, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær. „Ástandið í Jemen er sérlega skelfilegt orðið, þar sem tugir almennra borgara hafa verið drepnir á síðustu fjórum dögum. Landið virðist á barmi algers hruns,“ segir hann. Á mánudaginn voru gerðar loftárásir á Al Mazrak-flóttamannabúðirnar í Harad. Þar létust að minnsta kosti 19 manns, en líklega þó fleiri. Í lok síðustu viku hófu Sádi-Arabar, með stuðningi nokkurra annarra ríkja, loftárásir á uppreisnarmenn húta, sem í september síðastliðnum náðu á sitt vald höfuðborginni Sana. Forsetinn Hadi flúði þá höfuðborgina. Stjórnarher landsins er klofinn í afstöðu til uppreisnarinnar. Sumir hermenn styðja húta en aðrir styðja forsetann. Átökin eru samt enn flóknari því bæði uppreisnarmennirnir og stuðningsmenn forsetans hafa átt í átökum við liðsmenn Al Kaída, sem hafa staðið fyrir fjölda árása á fólk í landinu. Þá hafa vígasveitir Íslamska ríkisins, sem hrellt hafa íbúa í Sýrlandi og Írak, einnig hreiðrað um sig í Jemen í vetur og sprengdu tvær moskur í Sana fyrr í þessum mánuði, með þeim afleiðingum að nærri 140 manns létu lífið og hundruð manna særðust. Óttast er að borgarastyrjöldin styrki stöðu samtaka á borð við Al Kaída og Íslamska ríkið. Fréttaskýrendur segja átökin í Jemen auk þess hæglega geta snúist upp í stríð milli Sádi-Arabíu og Írans, þar sem Íranar styðja húta en Sádi-Arabar stjórnina. Í suðurhluta landsins eru síðan enn önnur samtök, Al Hirak, sem berjast fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis í Suður-Jemen. Suður-Jemen var sjálfstætt ríki með kommúnistastjórn á árunum 1970 til 1990, og naut stuðnings Sovétríkjanna meðan þau voru til. Eftir það sameinuðust Suður- og Norður-Jemen í eitt ríki. Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Sjá meira
Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna segir ástandið í Jemen hafa hríðversnað undanfarna mánuði, eða allt frá því Abd Rammo Mansúr Hadi forseti hraktist frá höfuðborginni 22. janúar síðastliðinn. Hann skorar á alla aðila átakanna að sjá til þess að almennir borgarar njóti verndar og fordæmir sérstaklega árásir á sjúkrahús og aðrar heilbrigðisstofnanir. „Heimili, sjúkrahús, menntastofnanir og innviðir hafa verið eyðilögð á ýmsum stöðum, og gert lífið enn erfiðara fyrir fólk í þessu stríðshrjáða landi,“ segir Zeid Ra'ad Al Hussein, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær. „Ástandið í Jemen er sérlega skelfilegt orðið, þar sem tugir almennra borgara hafa verið drepnir á síðustu fjórum dögum. Landið virðist á barmi algers hruns,“ segir hann. Á mánudaginn voru gerðar loftárásir á Al Mazrak-flóttamannabúðirnar í Harad. Þar létust að minnsta kosti 19 manns, en líklega þó fleiri. Í lok síðustu viku hófu Sádi-Arabar, með stuðningi nokkurra annarra ríkja, loftárásir á uppreisnarmenn húta, sem í september síðastliðnum náðu á sitt vald höfuðborginni Sana. Forsetinn Hadi flúði þá höfuðborgina. Stjórnarher landsins er klofinn í afstöðu til uppreisnarinnar. Sumir hermenn styðja húta en aðrir styðja forsetann. Átökin eru samt enn flóknari því bæði uppreisnarmennirnir og stuðningsmenn forsetans hafa átt í átökum við liðsmenn Al Kaída, sem hafa staðið fyrir fjölda árása á fólk í landinu. Þá hafa vígasveitir Íslamska ríkisins, sem hrellt hafa íbúa í Sýrlandi og Írak, einnig hreiðrað um sig í Jemen í vetur og sprengdu tvær moskur í Sana fyrr í þessum mánuði, með þeim afleiðingum að nærri 140 manns létu lífið og hundruð manna særðust. Óttast er að borgarastyrjöldin styrki stöðu samtaka á borð við Al Kaída og Íslamska ríkið. Fréttaskýrendur segja átökin í Jemen auk þess hæglega geta snúist upp í stríð milli Sádi-Arabíu og Írans, þar sem Íranar styðja húta en Sádi-Arabar stjórnina. Í suðurhluta landsins eru síðan enn önnur samtök, Al Hirak, sem berjast fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis í Suður-Jemen. Suður-Jemen var sjálfstætt ríki með kommúnistastjórn á árunum 1970 til 1990, og naut stuðnings Sovétríkjanna meðan þau voru til. Eftir það sameinuðust Suður- og Norður-Jemen í eitt ríki.
Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Sjá meira