Erlent

Síðustu augnablik lögreglumanns náðust á myndband

Samúel Karl Ólason skrifar
Robert Smith dró upp byssu án nokkurrar viðvörunnar.
Robert Smith dró upp byssu án nokkurrar viðvörunnar.
Lögregluþjónninn Tyler Stewart í Flagstaff í Arizona, var skotinn til bana af manni þar sem hann var að kanna tilkynningu um heimilisofbeldi. Robert Smith skaut Stewart sex sinnum áður en hann framdi sjálfsmorð. Smith átti við geðræn vandamál að stríða og herbergisfélagar hans sögðu hann vera að íhuga sjálfsmorð.

Stewart var 24 ára gamall og hafði verið lögregluþjónn í innan við ár þegar hann lést í desember. Lögreglan í Flagstaff hefur nú birt myndband úr myndavél sem föst var við vesti Stewart. Hann hafði verið að leita að Smith eftir að kærasta hans hafði hringt í lögregluna eftir mikið rifrildi þeirra.

Á myndbandinu sést lögregluþjónninn tala við Smith, sem er með hendur í vösum. Eftir að þeir hafa rætt saman í nokkrar mínútur spyr Stewart hvort hann megi leita í vösum Smith og hvort hann sé með vopn.

Smith segist bara vera með sígarettur í vösunum, en dregur svo upp byssu og skýtur lögregluþjóninn.

„Stewart var myrtur af Smith án nokkurrar ögrunar. Ekkert í fari hans gaf í skyn að hann væri tilbúinn til að fremja morð né sjálfsmorð,“ segir Margaret Bentzen, yfirmaður lögreglunnar í Flagstaff.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×