Erlent

Hreyfingarleysi er hættulegra en offita

Þessi tekur því rólega.
Þessi tekur því rólega. Mynd/Getty
Ný bresk rannsókn bendir til þess að hreyfingarleysi valdi fleiri dauðsföllum í Evrópu en offita. Um tólf ára langa rannsókn var að ræða þar sem vísindamenn við Cambridge háskólann á Englandi rannsökuðu um þrjúhundruð þúsund einstaklinga.

Þeir segja að niðurstöðurnar bendi til þess að tæplega sjöhundruð þúsund dauðsföll í Evrópu á hverju ári megi rekja til hreyfingarleysis á meðan dauðsföll af völdum offitu séu rúmlega þrjúhundruð þúsund.

Að þeirra mati er nóg að hreyfa sig rösklega í tuttugu mínútur á dag til þess að ná fram jákvæðum áhrifum og auka lífslíkurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×