Stjórnarandstaðan segir aðildarumsókn enn í fullu gildi Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 17. mars 2015 19:48 Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra. Vísir/GVA Stjórnarandstaðan ætlar að leggja fram þingsályktunartillögu á næstu dögum um að gengið verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræðurnar við ESB. Enn eru uppi efasemdir um hvaða þýðingu bréf utanríkisráðherra til ESB hefur fyrir stöðu Íslands sem umsóknaríkis. Stjórnarandstaðan og stjórnarliðar deila um þýðingu bréfsins í gríð og erg. Gunnar Bragi Sveinsson sagði á fundi utanríkismálanefndar í morgun að umsóknin að ESB hefði verið afturkölluð. Össur Skarphéðinsson taldi hinsvegar eftir fundinn að umsóknin væri í fullu gildi enda hefði ráðherrann ekki getað fært gild rök fyrir öðru . „Mín niðurstaða er að þrátt fyrir bréfið er ekkert sem kemur í veg fyrir það, ef ný ríkisstjórn vill halda áfram aðildarviðræðum. Ísland er ennþá, eins og sakir standa að minnsta kosti í ferli aðildarumsóknar,“ sagði Össur. Leynimakk við ESB Össur Skarphéðinsson segir alveg ljóst af fundinum með ráðherra í morgun að það hafi verið haft samráð við ESB áður en bréfið var skrifað líkt og forsætisráðherra hefur greint frá. Hann segir að það virðist þó hafa verið skuldbindingalaust af hálfu ESB. „Svo getum við velt fyrir okkur siðferðinu sem felst í því, að vera í einhverskonar makki við erlenda embættismenn um hvernig eigi að sniðganga þingið og þjóðina,“ segir Össur. Þingræðinu kippt úr sambandi Birgir Ármannsson formaður utanríkismálanefndar segir að þótt ekki sé um að ræða formlega afturköllun á bréfinu sem sent var með aðildarumsókninni sé málið stopp og því verði ekki haldið áfram nema hér verði veruleg pólitísk umskipti. Hann segist ekki telja að ráðherrann hafi haft skyldu til að hafa samráð við utanríkisnefnd eins og málið sé vaxið. Minnihluti utanríkismálanefndar var harðorður eftir fund utanríkisráðherra með utanríkismálanefnd í morgun. Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata segir að það sé búið að kippa þingræðinu úr sambandi. Almenningur verði að gera sér grein fyrir alvarleika málsins. Katrín Jakobsdóttir þingmaður VG segir stærstu tíðindin af fundinum felast í gríðarlegum ágreiningi um gildi þingsályktanna. Tengdar fréttir Gunnar Bragi: „Skylda ríkisstjórnarinnar að fylgja eftir stefnumálum sem meirihlutinn kaus“ Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra flutti í dag munnlega skýrslu á bréfi sínu til Evrópusambandsins um slit á aðildarviðræðum. 17. mars 2015 15:39 Gunnar Bragi á fundi utanríkismálanefndar: „Við erum búin að núllstilla ferlið“ Utanríkisráðherra lýsti því yfir á fundi utanríkismálanefndar í morgun að aðildarviðræðum við ESB væri formlega lokið. 17. mars 2015 10:48 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Stjórnarandstaðan ætlar að leggja fram þingsályktunartillögu á næstu dögum um að gengið verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræðurnar við ESB. Enn eru uppi efasemdir um hvaða þýðingu bréf utanríkisráðherra til ESB hefur fyrir stöðu Íslands sem umsóknaríkis. Stjórnarandstaðan og stjórnarliðar deila um þýðingu bréfsins í gríð og erg. Gunnar Bragi Sveinsson sagði á fundi utanríkismálanefndar í morgun að umsóknin að ESB hefði verið afturkölluð. Össur Skarphéðinsson taldi hinsvegar eftir fundinn að umsóknin væri í fullu gildi enda hefði ráðherrann ekki getað fært gild rök fyrir öðru . „Mín niðurstaða er að þrátt fyrir bréfið er ekkert sem kemur í veg fyrir það, ef ný ríkisstjórn vill halda áfram aðildarviðræðum. Ísland er ennþá, eins og sakir standa að minnsta kosti í ferli aðildarumsóknar,“ sagði Össur. Leynimakk við ESB Össur Skarphéðinsson segir alveg ljóst af fundinum með ráðherra í morgun að það hafi verið haft samráð við ESB áður en bréfið var skrifað líkt og forsætisráðherra hefur greint frá. Hann segir að það virðist þó hafa verið skuldbindingalaust af hálfu ESB. „Svo getum við velt fyrir okkur siðferðinu sem felst í því, að vera í einhverskonar makki við erlenda embættismenn um hvernig eigi að sniðganga þingið og þjóðina,“ segir Össur. Þingræðinu kippt úr sambandi Birgir Ármannsson formaður utanríkismálanefndar segir að þótt ekki sé um að ræða formlega afturköllun á bréfinu sem sent var með aðildarumsókninni sé málið stopp og því verði ekki haldið áfram nema hér verði veruleg pólitísk umskipti. Hann segist ekki telja að ráðherrann hafi haft skyldu til að hafa samráð við utanríkisnefnd eins og málið sé vaxið. Minnihluti utanríkismálanefndar var harðorður eftir fund utanríkisráðherra með utanríkismálanefnd í morgun. Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata segir að það sé búið að kippa þingræðinu úr sambandi. Almenningur verði að gera sér grein fyrir alvarleika málsins. Katrín Jakobsdóttir þingmaður VG segir stærstu tíðindin af fundinum felast í gríðarlegum ágreiningi um gildi þingsályktanna.
Tengdar fréttir Gunnar Bragi: „Skylda ríkisstjórnarinnar að fylgja eftir stefnumálum sem meirihlutinn kaus“ Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra flutti í dag munnlega skýrslu á bréfi sínu til Evrópusambandsins um slit á aðildarviðræðum. 17. mars 2015 15:39 Gunnar Bragi á fundi utanríkismálanefndar: „Við erum búin að núllstilla ferlið“ Utanríkisráðherra lýsti því yfir á fundi utanríkismálanefndar í morgun að aðildarviðræðum við ESB væri formlega lokið. 17. mars 2015 10:48 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Gunnar Bragi: „Skylda ríkisstjórnarinnar að fylgja eftir stefnumálum sem meirihlutinn kaus“ Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra flutti í dag munnlega skýrslu á bréfi sínu til Evrópusambandsins um slit á aðildarviðræðum. 17. mars 2015 15:39
Gunnar Bragi á fundi utanríkismálanefndar: „Við erum búin að núllstilla ferlið“ Utanríkisráðherra lýsti því yfir á fundi utanríkismálanefndar í morgun að aðildarviðræðum við ESB væri formlega lokið. 17. mars 2015 10:48