Erlent

Leita tveggja manna vegna morðanna í Svíþjóð

Morðin hafa vakið mikinn óhug í bænum en rúmlega 31 þúsund manns búa í Uddevalla.
Morðin hafa vakið mikinn óhug í bænum en rúmlega 31 þúsund manns búa í Uddevalla. Vísir/EPA
Sænska lögreglan leitar nú tveggja manna sem eru grunaðir um að tengjast morðunum í bændum Uddevalla fyrir norðan Gautaborg í gær. Þrír fundust látnir , tveir menn á þrítugsaldri og ein nítján ára stúlka, en þau voru öll skotin til bana. Lögreglan vill þó ekki segja til um hve mörgum skotum var skotið.

Mennirnir sem lögreglan leitar nú að sáust yfirgefa svæðið á vespu aðfaranótt laugardags um það leyti sem íbúar heyrðu skothvelli. Morðin hafa vakið mikinn óhug í bænum en rúmlega 31 þúsund manns búa í Uddevalla.

Lögreglan segir að hugsnalega hafi mennirnir einungis verið að keyra fram hjá, en hins vegar gætu þeir verið morðingjarnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×