Erlent

Dæmir Olmert í átján mánaða fangelsi

Atli Ísleifsson skrifar
Ehud Olmert er fyrsti maðurinn sem gegnt hefur embætti forsætisráðherra og dæmdur er til fangelsisvistar.
Ehud Olmert er fyrsti maðurinn sem gegnt hefur embætti forsætisráðherra og dæmdur er til fangelsisvistar. Vísir/AFP
Hæstiréttur Ísraels hefur dæmt Ehud Olmert, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, í átján mánaða fangelsi vegna spillingarmála.

Dómstóll í landinu hafði áður dæmt Olmert í sex ára fangelsi, en Hæstiréttur mildaði dóminn í átján mánuði.

Hinn sjötugi Olmert var dæmdur vegna fasteignaviðskipa sem áttu sér stað á þeim tíma sem hann gegndi embætti borgarstjóra Jerúsalemborgar. Hann var forsætisráðherra Ísraels á árunum 2006 til 2009.

Olmert er fyrsti maðurinn sem gegnt hefur embætti forsætisráðherra og dæmdur er til fangelsisvistar. Hann mun hefja afplánun þann 15. febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×