Erlent

Shinawatra neitaði sök fyrir dómi

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Shinawatra hefur verið ákærð fyrir embættisbrot vegna umdeildra niðurgreiðsla ríkisins til hrísgrjónabænda.
Shinawatra hefur verið ákærð fyrir embættisbrot vegna umdeildra niðurgreiðsla ríkisins til hrísgrjónabænda. Vísir/AFP
Yingluck Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra Taílands, neitaði sök þegar hún kom fyrir dómstól í landinu í gær. Hún sætir ákæru fyrir embættisbrot vegna umdeildra niðurgreiðsla ríkisins til hrísgrjónabænda í valdatíð hennar. Hún á yfir höfði sér 10 ára fangelsi verði hún fundin sek.

Shinawatra hefur fullyrt á ákæran sé pólitísk og ætlað að halda henni utan stjórnmálanna. Hún þurfti að láta af embætti sem forsætisráðherra í maí á síðasta ári eftir að stjórnlagadómstóll komst að þeirri niðurstöðu að hún hefði misnotað vald sitt.

Aðeins nokkrum vikum síðar tók herinn yfir stjórn landsins.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×