Erlent

Sjö ára stúlka dróst með skólarútu

Samúel Karl Ólaso skrifar
Vitni segja stúlkuna hafa dregist meira en hundrað metra.
Vitni segja stúlkuna hafa dregist meira en hundrað metra.
Sjö ára stúlka dróst eftir götunni í Kentucky í Bandaríkjunum eftir að bakpoki hennar festist í hurðinni þegar hún steig úr rútunni. Ökumaður rútunnar varð ekki var við stúlkuna en íbúar götunnar reyndu að kasta hlutum í rútuna og ná sambandi við bílstjórann.

Lögreglan segir að stúlkan hafi verið dregin um 30 metra, en vitni segja fjölmiðlum að vegalengdin hafi verið minnst einn fótboltavöllur eða um 120 metrar. Einn maður sem varð vitni að atvikinu stökk upp í bíl sinn og keyrði á eftir rútunni og náði hann athygli konunnar sem var við stýri rútunnar.

Atvikið átti sér stað á föstudaginn. Stúlkan slasaðist ekki alvarlega og var flutt á sjúkrahús en hún var útskrifuð á sunnudaginn. Konan sem ók rútunni hefur verið send í launalaust leyfi á meðan málið er til rannsóknar samkvæmt CBS News.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×