Innlent

Umfangsmikil mótmæli í Þýskalandi

Hrund Þórsdóttir skrifar
Um átján þúsund manns mættu á fjöldafund í Dresden í Þýskalandi í gærkvöldi, sem skipulagður var af PEGIDA, samtökum sem berjast gegn íslamvæðingu Evrópu.

Liðsmenn PEGIDA hafa undanfarna mánuði staðið fyrir vikulegum mótmælum en aldrei hafa jafnmargir mætt og í gærkvöldi, þrátt fyrir áskoranir Angelu Merkel Þýskalandskanslara og annarra stjórnmálaleiðtoga til fólks um að taka ekki þátt. Ekkert land innan Evrópusambandsins tekur við jafnmörgum flóttamönnum og Þýskaland og samkvæmt nýlegri könnun vikuritsins Stern telja þrjátíu prósent landsmanna áhrif íslam það mikil að fjöldafundir PEGIDA séu réttlætanlegir.

Á sama tíma hafa hópar sem berjast gegn skoðunum samtakanna risið upp og tóku þúsundir, að meðtöldum dómsmálaráðherra landsins, einnig þátt í fundum þeirra í gærkvöldi, meðal annars í Berlín, Dresden og Stuttgart. Í Köln slökktu yfirvöld á lýsingu opinberra bygginga og dómkirkju borgarinnar, til að mótmæla öfgafullum hægrimönnum og útlendingahatri og sjá má myndir af því í meðfylgjandi myndskeiði.


Tengdar fréttir

Moskubyggingum mótmælt

Það er víðar en á Íslandi sem deilt er um trúarlegar byggingar. Þjóðernissinnaðir Þjóðverjar mótmæltu moskubyggingum í Berlín, höfuðborg Þýskalands, í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×