Rafn Kumar Bonifacius vann föður sinn Raj K. Bonifacius í undanúrslitum á Íslandsmótinu í tennis utanhúss í gær, en sigurstigið var frábært.
Undanúrslitaleikurinn var nokkuð spennandi, minnsta kosti fyrri lotan, en hún fór 7-6 (6), en úrslitastigið var ansi magnað. Síðari lotan fór 6-0.
Sjá meira: Rafn og Anna Soffía Íslandsmeistarar
Í dag tryggði Rafn síðan sér Íslandsmeistaratitilinn eftir sigur á fyrrverandi Íslandsmeistara, Birki Gunnarssyni, en hrinurnar fóru 6-2 og 6-2.
Vísir fékk sent myndband af úrslitastiginu, en það má sjá hér að neðan. Það er ansi magnað, en sjón er sögu ríkari!
Fótbolti