Erlent

Boða enn minna sætapláss í háloftunum

Bjarki Ármannsson skrifar
Flugfarþegar nútímans eru vanir tiltölulega litlu rými þegar þeir ferðast, ekki síst þeir sem ferðast í ódýrari sætunum.
Flugfarþegar nútímans eru vanir tiltölulega litlu rými þegar þeir ferðast, ekki síst þeir sem ferðast í ódýrari sætunum. Vísir/Getty
Flugfarþegar nútímans eru vanir tiltölulega litlu rými þegar þeir ferðast, ekki síst þeir sem ferðast í ódýrari sætunum. Útlit er hinsvegar fyrir að þetta rými minnki enn frekar miðað við áform helstu flugvélaframleiðenda.

Breska blaðið The Telegraph greinir frá því að bæði Boeing og Airbus, tveir stærstu flugvélaframleiðendur heims, vinni nú að gerð véla sem miði að því að koma fleiri sætum inn í flugklefann.  Hin væntanlega Boeing 737 MAX mun búa yfir sætaplássi fyrir 189 farþega á meðan Airbus hefur fengið leyfi frá Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) til að koma fyrir fimmtán sætum til viðbótar í A320neo vélina. Sú vél mun þannig rúma alls 195 farþega.

Það er hinsvegar Boeing 737 MAX 200, væntanleg árið 2019, sem tekur vinninginn í þessum efnum með heil tvö hundruð sæti. Sú gerð er hönnuð sérstaklega eftir beiðni írska flugfélagsins Ryanair, stærsta lággjaldaflugfélags Evrópu undanfarin ár, sem hefur þegar pantað hundrað slíkar vélar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×