Erlent

Fannst eftir fimm daga í óbyggðum

Samúel Karl Ólason skrifar
Hinn ellefu ára gamli Luke Shambrook týndist þegar hann var í útilegu með fjölskyldu sinni á föstudaginn við Eildon vatn í Ástralíu. Luke sem er einhverfur, fannst þó fimm dögum seinna í um þriggja kílómetra fjarlægð frá tjaldsvæðinu.

Hann sást úr þyrlu úr lofti, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi BBC og var fluttur á sjúkrahús vegna ofkælingar. Að öðru leyti virtist hann vera ómeiddur. Lögreglan þakkar öllum sem komu að leitinni og segir stuðning samfélagsins hafa verið gífurlegan.

Luke læddist í burtu frá fjölskyldu sinni en hann á það til að fela sig á þröngum stöðum og heillast af vatni. Lögregluþjónar á hestbaki, mótorhjólum og gangandi, tóku þátt í leitinni auk annarra sem voru í útilegu á svæðinu.

Fimm dögum eftir að hann hvarf sást hann úr þyrlu og var sjúkraliðum beint á staðinn. Þeir hugðu að honum á staðnum áður en hann var fluttur í sjúkrabíl.

This is the moment an 11-year-old Australian boy was found alive, five days after going missing during a camping trip in Victoria's Fraser National Park.

Posted by BBC News on Tuesday, April 7, 2015

The moment rescuers reached Luke Shambrook. #VictoriaPolice #VicPolice #VicPol #SearchAndRescue

A video posted by Victoria Police (@victoriapolice) on




Fleiri fréttir

Sjá meira


×