Erlent

Önnur sýrlensk stúlka gafst upp fyrir ljósmyndara

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Rene Schlthoff/Osman Sağırlı
Á meðfylgjandi myndum má sjá viðbrögð ungrar sýrlenskrar stúlku við því að starfsmaður Rauða krossins og ljósmyndari beindi að henni myndavél. Stúlkan hélt að myndavélin væri byssa og lyfti upp höndum og fór að gráta.

Myndin var tekin úr fjarlægð og áttaði hann sig ekki á því hve hrædd stúlkan var fyrr en eftir á, þegar hann skoðaði myndina nánar. Myndina af stúlkunni, sem gekk berfætt á grýttum jarðvegi í flóttamannabúðum í Jórdaníu, tók Rene Schlthoff í nóvember.

Í samtali við MailOnline sagði Rene að hann hefði tárast þegar hann skoðaði myndina og að um harmleik væri að ræða fyrir unga kynslóð Sýrlendinga.

Stúlkan hljóp grátandi og berfætt um svæðið eftir að Rene beindi myndavélinni að henni.
„Í stað þess að leika við vini sína, alast þau við stöðugan ótta og hræðilega aðstæður.“ Stúlkan býr í Azraq flóttamannabúðunum ásamt um 17 þúsund öðrum flóttamönnum frá Sýrlandi.

Sjá einnig: Ljósmyndin sem grætti internetið.

Mynd af hinni fjögurra ára gömlu Hudeu fór víða um internetið í síðustu viku. Þar sem hún bjó með móður sinni og systkinum í flóttamannabúðum í Sýrlandi.

Gífurlegur fjöldi almennra borgara hafa fallið í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi á þeim fjórum árum sem hún hefur staðið yfir.

A Syrian girl in the refugee camp in Azraq in Jordan is so scared of my camera, that she raised her hands to surrender...

Posted by Rene Schulthoff on Tuesday, March 31, 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×