Stefnum á 40% minni losun Svavar Hávarðsson skrifar 26. júní 2015 07:00 Bandaríkin og Kína hafa sameiginlega tilkynnt um markmið sín – nokkuð sem hefur gríðarlegt vægi. nordicphotos/afp Landsmarkmið Íslands fyrir fyrirhugaða loftslagsráðstefnu í París er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent fyrir árið 2030. Markmiðin verða kynnt í ríkisstjórn í næstu viku. Þetta kom fram í máli Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfisráðherra við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í gær. Katrín kallaði eftir loftslagsmarkmiðum Íslands, enda væri um að ræða stærsta viðfangsefni samtímans sem gjarnan gleymdist í daglegu argaþrasi þingsins.Sigrún MagnúsdóttirSigrún svaraði því til að verið væri að vinna markmið Íslands og að þau yrðu lögð fram í ríkisstjórn „áður en þing fer heim í næstu viku“. Hún sagði einnig „mjög líklegt, svo ég segi það, að við munum fylgja Noregi og Evrópu“. Orð hennar verða ekki skilin öðruvísi en að ákvörðun liggi fyrir. Norðmenn kynntu Sameinuðu þjóðunum áætlun sína fyrir Parísarfundinn fyrir 31. mars – í tæka tíð líkt og ESB og aðildarríki þess. Stefnt er að því að Noregur semji við ESB um að ná markmiðunum í sameiningu, en ef samkomulag næst ekki ætla Norðmenn að gera slíkt upp á eigin spýtur, eins og segir í tilkynningu norska utanríkisráðuneytisins frá þeim tíma og frétt þar um á heimasíðu upplýsingaskrifstofu SÞ fyrir Vestur-Evrópu.Katrín JakobsdóttirVill róttækar aðgerðir því hvatahugsun hefur ekki skilað árangri Ef markmið ESB og Noregs er skoðað, þá segir þar að stefnt sé að 40 prósenta samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda „hið minnsta“. Er þá reiknað út frá útblæstri árið 1990 eins og venja er í alþjóðasáttmálum um loftslagsmál. Norðmenn hafa sagt í því samhengi að þeir muni íhuga að auka niðurskurð fram yfir 40 prósent ef það kynni að stuðla að metnaðarfyllra samkomulagi í París á heimsvísu. Katrín bað ráðherra vinsamlegast um að nefndir þingsins fengju kynningu á markmiðum Íslands á sama tíma og ríkisstjórnin og hvatti ráðherra til þess „að þau markmið sem verða kynnt hér í næstu viku verði róttæk, þannig að við getum átt von á að þau skili einhverjum árangri“, sagði Katrín.Stórir sem smáir sitja við sama borð BodyEitt það markverðasta við loftslagssamninginn sem verður undirritaður í París í desember, og helsta breytingin, er að hverju ríki verður það í sjálfsvald sett hvaða skuldbindingar það gengst undir og til hvaða aðgerða það treystir sér að grípa. Nýtt samkomulag mun koma í stað Kýótó-bókunarinnar við loftslagssamninginn sem hefur verið í gildi frá 1997, og gildir til 2020. Eins og þekkt er gekkst fjöldi ríkja ekki undir bókunina, eins og mörg þróunarríki, en einnig Bandaríkin. Öll ríki munu hins vegar falla undir samninginn sem gerður verður í París. Allir, stórir sem smáir, munu því sitja við sama borð. Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Landsmarkmið Íslands fyrir fyrirhugaða loftslagsráðstefnu í París er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent fyrir árið 2030. Markmiðin verða kynnt í ríkisstjórn í næstu viku. Þetta kom fram í máli Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfisráðherra við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í gær. Katrín kallaði eftir loftslagsmarkmiðum Íslands, enda væri um að ræða stærsta viðfangsefni samtímans sem gjarnan gleymdist í daglegu argaþrasi þingsins.Sigrún MagnúsdóttirSigrún svaraði því til að verið væri að vinna markmið Íslands og að þau yrðu lögð fram í ríkisstjórn „áður en þing fer heim í næstu viku“. Hún sagði einnig „mjög líklegt, svo ég segi það, að við munum fylgja Noregi og Evrópu“. Orð hennar verða ekki skilin öðruvísi en að ákvörðun liggi fyrir. Norðmenn kynntu Sameinuðu þjóðunum áætlun sína fyrir Parísarfundinn fyrir 31. mars – í tæka tíð líkt og ESB og aðildarríki þess. Stefnt er að því að Noregur semji við ESB um að ná markmiðunum í sameiningu, en ef samkomulag næst ekki ætla Norðmenn að gera slíkt upp á eigin spýtur, eins og segir í tilkynningu norska utanríkisráðuneytisins frá þeim tíma og frétt þar um á heimasíðu upplýsingaskrifstofu SÞ fyrir Vestur-Evrópu.Katrín JakobsdóttirVill róttækar aðgerðir því hvatahugsun hefur ekki skilað árangri Ef markmið ESB og Noregs er skoðað, þá segir þar að stefnt sé að 40 prósenta samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda „hið minnsta“. Er þá reiknað út frá útblæstri árið 1990 eins og venja er í alþjóðasáttmálum um loftslagsmál. Norðmenn hafa sagt í því samhengi að þeir muni íhuga að auka niðurskurð fram yfir 40 prósent ef það kynni að stuðla að metnaðarfyllra samkomulagi í París á heimsvísu. Katrín bað ráðherra vinsamlegast um að nefndir þingsins fengju kynningu á markmiðum Íslands á sama tíma og ríkisstjórnin og hvatti ráðherra til þess „að þau markmið sem verða kynnt hér í næstu viku verði róttæk, þannig að við getum átt von á að þau skili einhverjum árangri“, sagði Katrín.Stórir sem smáir sitja við sama borð BodyEitt það markverðasta við loftslagssamninginn sem verður undirritaður í París í desember, og helsta breytingin, er að hverju ríki verður það í sjálfsvald sett hvaða skuldbindingar það gengst undir og til hvaða aðgerða það treystir sér að grípa. Nýtt samkomulag mun koma í stað Kýótó-bókunarinnar við loftslagssamninginn sem hefur verið í gildi frá 1997, og gildir til 2020. Eins og þekkt er gekkst fjöldi ríkja ekki undir bókunina, eins og mörg þróunarríki, en einnig Bandaríkin. Öll ríki munu hins vegar falla undir samninginn sem gerður verður í París. Allir, stórir sem smáir, munu því sitja við sama borð.
Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira