Erlent

Tíu létu krossfesta sig í tilefni dagsins

Ervin Carrascoza er á meðal þeirra sem lét krossfesta sig í dag.
Ervin Carrascoza er á meðal þeirra sem lét krossfesta sig í dag. vísir/ap
Minnst tíu menn létu krossfesta sig í Pampagna á Filippseyjum í dag, föstudaginn langa, til að minnast þjáninga krists.

Grímuklæddir menn börðu sér á bak og gengu um götur bæjarins. Þar er hefð fyrir miklum trúarákafa sem lýsir sér á þennan hátt og fylgdist á fjórða þúsund með athöfninni. Viðburðurinn er árviss og vekur ávallt heimsathygli. Hann laðar að sér mikinn fjölda ferðamanna en í fyrsta skipti í ár er ferðamönnum óheimilt að láta krossfesta sig. Áður en krossfestingin fer fram lætur fólk húðstrýkja sig til blóðs og er það svo neglt á krossa sem búið er að reisa.

Kaþólska kirkja hefur ekki lagt blessun sína á þessi uppátæki enda er hér um að ræða blöndu af bænagjörð kristinna manna og filippeyskri alþýðutrú á fórnir.

Í Jerúsalem létu menn sér það nægja að koma saman og ganga eftir götum borgarinnar, eftir Via Dolorosa til grafarkirkjunnar. Kirkjan er byggð á staðnum þar sem menn álíta að Golgata hæð hafi verið, þar sem Jesús var krossfestur og grafinn. Sumur báru krossa eftir leiðinni.

Tilefni er til að vara við eftirfarandi myndskeiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×