Erlent

Grikkir ætla að standa í skilum

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Yanis Varoufakis, fjármálaráðherra.
Yanis Varoufakis, fjármálaráðherra. vísir/ap
Grikkir segjast munu standa í skilum á 450 milljóna evra afborgun af láni hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum en gjalddagi er næsta fimmtudag. Frá þessu greindi Dimitris Mardas aðstoðarfjármálaráðherra í viðtali við grísku sjónvarpsstöðina Skai TV.

Mardas sagði að ríkið myndi standa við skuldbindingar sínar en talið hafði verið að stjórnvöld myndu ekki greiða lánið á tíma og stefndi því í greiðslufall. Hann fullyrti þó að greiðslufall væri ekki á næsta leyti.

Gríska ríkið er á barmi gjaldþrots og hafa Grikkir verið útilokaðir frá alþjóðlegum lánamörkuðum. Þurfa þeir að standa í skilum á fleiri lánum í þessum mánuði, en fái þeir ekki aukið lánsfé mun laust fé gríska ríkisins klárast á næstu dögum.

Viðræðum Grikkja við lánadrottna þeirra lauk á miðvikudag, án árangurs, en Grikkir þurfa á 7,2 milljarða evru neyðarláni að halda. Til stendur að setjast aftur við samningaborðið í næstu viku.


Tengdar fréttir

Umbótaáætlun Grikkja að vænta á morgun

Forsætisráðherra Grikklands mun á morgun funda með kanslara Þýskalands og skila inn nýrri áætlun til umbóta í þeirri von um að gríska ríkið fái frekari lán




Fleiri fréttir

Sjá meira


×