Erlent

Bjargað eftir tvo mánuði á rúmsjó

Samúel Karl Ólason skrifar
Jordan virtist við góða heilsu þegar honum var bjargað.
Jordan virtist við góða heilsu þegar honum var bjargað. Vísir/AP
Bandaríkjamaðurinnn Louis Jordan verður að teljast heppinn að vera á lífi. Fyrir rúmum tveimur mánuðum hvolfdi báti hans undan ströndum Bandaríkjanna í Atlantshafinu. Honum var bjargað í gær af þýsku olíuskipi sem rakst á hann fyrir tilviljun í um tvö hundruð mílna fjarlægð frá strandlengju Bandaríkjanna.

Síðast hafi sést til Jordan þann 23. janúar, þegar hann fór á sjó á báti sínum til að veiða fisk. Eina nóttina vaknaði hann við að báturinn hvar á hvolfi og hefur hann haldið til upp á bátnum síðan samkvæmt BBC.

Hann komst af með því að borða hráan fisk og drekka regnvatn. Landhelgisgæsla Bandaríkjanna segir ástand hans hafa verið gott og að aldrei áður hafi heyrst af svo miklu afreki í þreki. Jordan virtist við góða heilsu þegar honum var bjargað.

Hér að neðan má sjá Jordan segja frá því þegar báturinn hvolfdi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×