Erlent

Reyndi að smygla gullstöngum í endaþarmi sínum

Samúel Karl Ólason skrifar
Maður hafði falið um 400 grömm af gulli í endaþarmi sínum.
Maður hafði falið um 400 grömm af gulli í endaþarmi sínum. Vísir/EPA
Tollverðir í Sri Lanka stöðvuðu nýverið mann sem reyndi að smygla gulli inn í landið með því að fela það í endaþarmi sínum. Maðurinn hafði komið þar fyrir um 400 grömmum af smáum gullstöngum. Gullið er tæplega tveggja milljón króna virði.

Smyglarinn er sagður hafa „gengið grunsamlega“ og því hafi tollverðir ákveðið að stöðva hann. Hann átti erfitt með gang vegna gullsins.

Samkvæmt frétt BBC hafa rúmlega 70 manns verið handtekinn fyrir að reyna að smygla gulli til landsins á þessu ári.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×