Erlent

Björguðu kristnum farþegum frá vígamönnum

Frá vettvangi árásar Al-Shabab í Kenía fyrr á árinu.
Frá vettvangi árásar Al-Shabab í Kenía fyrr á árinu. Vísir/EPA
Hópur múslima frá Kenýa er sagður hafa bjargað kristnum samferðamönnum sínum í gær þegar öfgasinnaðir vígamenn frá Al-Shabab samtökunum stöðvuðu rútuna sem fólkið ferðist með.

Slíkar árásir hafa verið tíðar í landinu og vígamennirnir hafa venjulega byrjað á því að skilja múslima og kristna að og taka hina kristnu síðan af lífi. Múslímarnir í rútunni í gær stóðu hins vegar upp í hárinu á vígamönnunum og sögðu þeim að ef þeir ætluðu sér að drepa kristna fólkið yrðu þeir að drepa þá líka.

Við svo búið hörfuðu hryðjuverkamennirnir, að því er fram kemur í frétt um málið hjá breska ríkisútvarpinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×