Erlent

Segja að fimm menn frá Kosovo hafi leitt árásarhópinn

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Til átaka kom á milli lögreglu og hóps vopnaðra manna.
Til átaka kom á milli lögreglu og hóps vopnaðra manna. Vísir/AFP
Stjórnvöld í Makedóníu segja að fimm Kosovomenn hafi leitt hóp vopnaðra manna sem gerðu árás í norðurhluta landsins í gær. Árásin átti sér stað nærri landamærum Kosovo, í bænum Kumanovo, um 40 kílómetrum norður af höfuðborginni Skopje.

Átta lögreglumenn voru drepnir og 37 særðust, sem og 14 árásarmenn, hefur BBC eftir talsmanni innanríkisráðuneytisins í Makedóníu. Talsmaðurinn, Ivo Kotevski, segir að búið sé að ná tökum á ástandinu og að engin ógn sé á svæðinu. 

„Yfir þrjátíu hryðjuverkamenn, aðallega makedónskir ríkisborgarar og einn Albani, gáfust upp fyrir lögreglu í gær,“ segir hann við BBC.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×