Erlent

73 ára lögreglumaður skaut svartan mann til bana fyrir slysni - Myndband

Samúel Karl Ólason skrifar
Harris öskrar við skotið og segist eiga erfitt með andardrátt, en lögregluþjónarnir gefa lítið fyrir það.
Harris öskrar við skotið og segist eiga erfitt með andardrátt, en lögregluþjónarnir gefa lítið fyrir það. Vísir/AP
73 ára lögreglumaður skaut svartan mann til bana sem aðrir lögregluþjónar voru að yfirbuga. Hann segist hafa gert það óvart, en hann hélt að hann hefði dregið rafbyssu sína á loft, en ekki skammbyssu. Bob Bates er í varaliði lögreglunnar í Tulsa, en vinnur annars hjá tryggingafélagi.

Maðurinn sem hann skaut hét Eric Harris og var hann á flótta undan lögreglu eftir að hafa selt leynilögregluþjóni byssu. Atvikið átti sér stað í byrjun afpríl.

Lögreglan í Tulsa birti á föstudaginn myndband af atvikinu, úr myndavél sem föst var við skothelt vesti lögregluþjóns. Í samtali við Tulsa World, viðurkenndi Bates að hafa skotið Harris en sagði að lögfræðingur sinn hefði skipað sér að tjá sig ekki um málið.

Á myndbandinu má heyra byssuhvell og rödd sem segir: „Ég skaut hann. Fyrirgefðu.“ Þá dettur byssa í götuna, sem tekin er upp aftur. Harris öskrar við skotið og segist eiga erfitt með andardrátt, en lögregluþjónarnir gefa lítið fyrir það.

Harris var fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést af sárum sínum, samkvæmt Guardian.

Þetta er nýjasta atvikið af mörgum, þar sem svartir menn hafa verið skotnir til bana af hvítum lögregluþjónum og hefur það vakið gífurlega athygli á samfélagsmiðlum.


Tengdar fréttir

Hópur lögreglumanna lúbarði liggjandi mann

Nokkuð sláandi myndband hefur verið birt á myndbandaveitunni YouTube en á því sést þegar nokkrir lögreglumenn ganga harkalega í skrokk á Francis Pusok, 30 ára Bandaríkjamanni, sem hafði flúið frá heimili sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×