Erlent

Olíuslikja við strönd Kaliforníu eftir leka

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Talið er að 80 þúsund lítrar af olíu hafi lekið úr skemmdri olíuleiðslu.
Talið er að 80 þúsund lítrar af olíu hafi lekið úr skemmdri olíuleiðslu. Vísir/AFP
Rúmlega sex kílómetra breið olíuslikja er nú komin upp að strönd Kaliforníu. Olían er staðsett nærri Refugio ströndinni í Santa Barbara sem er vinsæl baðströnd.

Olían kemur úr olíuleiðslu sem skemmdist en talið er að 80 þúsund lítrar af olíu hafi lekið úr henni.

Búið er að loka fyrir leiðsluna, sem er í eigu Plains All American Pipeline, en olíufyrirtækið Exxon Mobil hefur sagst hafa sent teymi til að hreinsa hana upp. Ekki liggur fyrir hvernig olíuleiðslan skemmdist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×