Erlent

Sex Kínverjar ákærðir fyrir iðnnjósnir í Bandaríkjunum

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Stálu upplýsingum frá fyrirtækjum sem þróa tækni sem notuð er í kerfum herliða.
Stálu upplýsingum frá fyrirtækjum sem þróa tækni sem notuð er í kerfum herliða. Vísir/Getty Images
Bandarísk stjórnvöld hafa ákært sex kínverska ríkisborgara fyrir iðnnjósnir. Á meðal hinna ákærðu eru meðal annars þrír prófessorar frá Tianjin háskólanum.

Sexmenningunum er gefið að sök að hafa stolið upplýsingum frá tveimur fyrirtækjum sem þróa tækni sem notuð er í kerfum herliða, samkvæmt dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna.

Einn mannanna, 36 ára prófessor, var handtekinn á laugardag í Los Angeles eftir að hafa lent þar með flugi frá Kína. Hinir fimm eru taldir vera í Kína.

Mennirnir notuðu upplýsingarnar sem þeir stálu frá fyrirtækjunum tveimur til að stofna sitt eigið fyrirtæki í Kína.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×